Málstofa um nýtt rit um norræna textafræði

Nýlega kom greinasafnið Old Norse-Icelandic Philology and National Identity in the Long Nineteenth Century út hjá hollenska forlaginu Brill í ritröð um menningarlega þjóðernisstefnu. Gylfi Gunnlaugsson og Clarence E. Glad ritstýrðu safninu og skrifa drjúgan hluta textans. Þriðjudaginn 17. maí tökum við Guðmundur og Hálfdánarson og Bragi Þorgrímur Ólafsson þátt í málstofu um bókina. Ég […]

Málstofa um nýtt rit um norræna textafræði Read More »

Tengsl Svartfugls Gunnars við Vaðlaklerk Blichers

„Svartfugl: Vannýtt kennsluefni í lögfræði“ er titill málstofu sem við Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Hafsteinn Þór Hafsteinsson stöndum að á Hugvísindaþingi 12. mars. Erindi Hafsteins, sem er dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, nefnist „Til þess eru allt of margir afskekktir bæir á óru landi Íslandi“ – Þankar um réttarríki á strjálbýlli eyju við ysta haf“

Tengsl Svartfugls Gunnars við Vaðlaklerk Blichers Read More »

Doktorsrit um Ameríku í íslenskum bókmenntum

Jodie Childers varði doktorsritgerð sína, „Transnational Political and Literary Encounters: The Idea of Ameríka in Icelandic Fiction, 1920–1990″ við enskudeild The University of Massachusetts um miðjan desember síðastliðinn.Ritgerðin er unnin á sviði Ameríkufræða (American Studies) en athygli beinist einkum að margbrotnu sambandi Halldórs Laxness við Ameríku, allt frá því að honum var synjað um landgöngu

Doktorsrit um Ameríku í íslenskum bókmenntum Read More »

Fleiri fingraför fornsagnahöfunda

„Stylometry and the Faded Fingerprints of Saga Authors“ er titill greinar sem við Steingrímur Páll Kárason og Sigurður Ingibergur Björnsson birtum í nýútkomnu fræðiriti, In Search of the Culprit. Aspects of Medieval Authorship. Ritstjórar þess eru Rösli og Stefanie Gropper en útgefandi De Gruyter. Um er að ræða kynningu á aðferðarfræði svonefndra stílmælinga (e. stylometry)

Fleiri fingraför fornsagnahöfunda Read More »

Hinn (al)þjóðlegi peningaleikur

Nýútkomið hausthefti Skírnis hefur meðal annars að geyma grein okkar Ásgeirs Brynjars Torfasonar, „Hinn alþjóðlegi peningaleikur“ sem fjallar um einkavæðingu ríkisbanka í ljósi glæpasagna Þráins Bertelssonar. Höfuðáhersla er lögð á verkin Tungumál fuglanna (1987) sem Þráinn gaf út undir dulnefninu Tómas Davíðsson og Dauðans óvissi tími (2004) en þar er gefið með skýrum hætti til

Hinn (al)þjóðlegi peningaleikur Read More »

Hundur í óskilum setur Njálu á svið

Í vetur setur Borgarleikhúsið upp sýninguna Njála – á hundavaði þar sem þeir félagar í hljómsveitinni Hundur í óskilum, Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen fara höndum um þetta höfuðvígi íslenskrar bókmenntasögu, sjálfa Brennu-Njálssögu. Á námskeiði sem Endurmenntun HÍ stóð fyrir um mánaðarmótin október/nóvember fengu þátttakendur innsýn í Njálu og uppsetninguna á verkinu. Við Hjörleifur Hjartarson hittum

Hundur í óskilum setur Njálu á svið Read More »

Great Immortality fékk viðurkenningu ESCL

Greinasafnið Great Immortality: Studies on European Cultural Sainthood (Brill 2019), sem við Marijan Dović ritstýrðum, hlaut á dögunum evrópskra samanburðarbókmenntafræðinga (ESCL Excellence Award for Collaborative Research). Auk bókar okkar Marijans voru tilnefnd af sérstakri dómnefnd greinasöfnin Literary Second Cities (Palgrave 2017), Prismatic Translation (MHRA, 2019) og Reconfiguring Human, Nonhuman and Posthuman in Literature and Culture

Great Immortality fékk viðurkenningu ESCL Read More »

Helgir dómar Jóns Arasonar

„Helgir dómar Jóns biskups“ er titill á fyrirlestri sem ég flyt á málþingi um Jón og Helgu konu hans í Kakalaskála laugardaginn 28. ágúst. Ég mun þar rifja upp fyrri skrif mín um þetta efni, meðal annars í bók minni Ódáinsakur, en einnig reyna að komast nær um það með hvaða hætti meintar jarðneskar leifar

Helgir dómar Jóns Arasonar Read More »

MA ritgerð Julie Summers

Julie Rose Summers lauk MA prófi í þýðingafræðum nú í júnímánuði og leiðbeindi ég MA ritgerð hennar „A Brief Introduction to Sjón: A Case Study in Author-Translator Collaboration„. Um er að ræða enska þýðingu, ásamt greinargerð, á annarri MA ritgerð sem ég leiðbeindi, „ÞJÓÐ(AR)SAGA SJÓNS: Pólitísk ummyndun á sameiginlegum minningum Íslendinga í sögulegum skáldverkum Sjóns“

MA ritgerð Julie Summers Read More »