Georgia Byng

Georgia Byng. Molly Moon og dáðleiðslubókin. Þýðendur Snæbjörn Arngrímsson og Jón Karl Helgason (alias Ásta Guðbjartsdóttir). Reykjavík: Bjartur, 2002.

Molly Moon er lítil stelpa sem býr á á munaðarleysingjahæli, ásamt fleiri flækingum. Þar fylgist hin grimmúðuga og skeggjaða ungfrú Anderson grannt með krökkunum, en Molly eyðir mestum tíma í litríkum draumaheimi sínum. Þegar Molly finnur dularfulla bók um dáleiðslu á bæjarbókasafninu, og lærir að koma fólki í trans, þá fara ævintýrin að gerast …

Georgia Byng. Molly Moon stöðvar heiminn. Þýðandi Jón Karl Helgason. Reykjavík: Bjartur, 2004.

Molly Moon er munaðarlaus stúlka sem býr yfir ótrúlegum dáleiðsluhæfileikum. En þegar Molly er falið að rannsaka umsvif valdagráðugs bandarísks milljónamærings kemst hún heldur betur í hann krappan. Georgia Byng sló rækilega í gegn með Molly Moon og dáleiðslubókinni árið 2002. Molly Moon stöðvar heiminn er sjálfstætt framhald þeirrar bókar, bráðskemmtileg og spennandi lesning fyrir krakka á öllum aldri.

Umfjöllun