Fyrr í dag var ég andmælandi við doktorsvörn Trish Baer við enskudeild University of Victoria í Kanada. Ritgerðin ber titilinn „An Old Norse Mythology Image Hoard: From the Analog Past to the Digital Present“. Hún fjallar um myndskreytingar í handritum og útgáfum sem hafa að geyma forníslenskar bókmenntir, einkum goðsögulegt efni og jafnframt um gagnagrunninn MyNDIR á veraldarvefnum sem Trish hefur hannað með aðstoð tölvufræðings til að birta myndir af slíku efni. Vefurinn sem hér um ræðir er enn um sinn lokaður almenningi, enda í þróun en Baer hyggst bæta jafnt og þétt við efnið á næstu misserum, jafnframt því að kynna niðurstöður rannsókna sinna. Verkefnið í heild tilheyrir í raun fræðasviði sem í enskumælandi löndum er farið að kalla digital humanities eða stafræn hugvísindi, en ein af þekktustu deildum á því sviði í heiminum nú um stundir er reyndar við King’s College í Cambridge. Ps. Nú er búið að opna fyrir almennan aðgang að MyNDIR á vef háskólans í Victoria.