Í fyrri hluta september kemur út á vegum Sögufélags bók mín Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga. Hún fjallar um eðli og hlutverk þjóðardýrlinga og þær aðferðir sem notaðar eru til að rækta minningu þeirra á opinberum vettvangi. Höfuðáhersla er lögð á skáld og listamenn en stjórnmálamenn og trúarhetjur koma einnig við sögu. Bókin hefur að geyma níu tengdar tilraunir á mörkum bókmenntafræði og sagnfræði, þjóðernisrannsókna og minnisfræða. PS. Laugardaginn 21. september kl. 15.00 mun ég fara í pílagrímagöngu um íslenskan ódáinsakur í miðborg Reykjavíkur á vegum Sögufélags og Bókmenntaborgarinnar. Gangan hefst við Hljómskálann kl. 15.00.