Frá haustinu 2006 hef ég kennt námskeið í bókmenntum og menningarsögu í námsgreininni Íslenska sem annað mál. Um er að ræða námskeiðin Samtímabókmenntir, Þjóðsögur, Íslenskar bókmenntir fyrri alda, Íslenskar bókmenntir síðari alda og Þýðingar.
Að auki hef ég kennt námskeið í íslensku, þar á meðal námskeiðin Loksins, loksins: Vinnustofa í menningarblaðamennsku, Þjóðardýrlingar (ásamt Sveini Yngva Egilssyni), Hetjur taka hamskiptum: Endursköpun íslenskra fornbókmennta 1761-2014, Helvítis fokking fokk: Hrunið í íslenskum bókmenntum, Bókmenntir og lög, og ýmis námskeið um íslenskar sjálfsögur (metafiction).
Á undirsíðum má finna vísanir í nokkur þeirra verkefna sem hafa tengst einstökum námskeiðum.