Miðstöð íslenskra bókmennta stendur á næstu dögum fyrir þýðendaþingi þar sem um 30 þýðendur íslenskra bókmennta koma saman til skrafs og ráðagerða. Dagskráin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur dagana 11. til 12. september og kemur rétt í kjölfarið á Bókmenntahátíð í Reykjavík sem fram fer dagana 6. til 9. september. Ég held erindi fyrir þýðendahópinn mánudaginn 11. september sem ber titilinn „Sendiherrar án diplómatískra réttinda: Hugleiðing um íslenskunám og þýðendur íslenskra bókmennta“. Þar hyggst ég ræða um tengslin á milli okkar dýrmætu þýðenda og kennslu í íslensku sem öðru máli hér við Háskóla Íslands og við aðrar hliðstæðra námsbrautir víða um heim.