Svarta línan var heiti ritraðar sem við Snæbjörn Arngrímsson ritstýrðum saman hjá Bjarti á árabilinu 2003 til 2005 en markmiðið var að gefa út bækur sem væru á mörkum tveggja eða fleiri bókmenntagreina. Eftirfarandi rit komu út í ritröðinni:
- Hermann Stefánsson. Sjónhverfingar : fjarvistarsannanir fyrir íslenskan veruleika. Reykjavík: Bjartur, 2003.
- Þröstur Helgason. Einkavegir. Reykjavík : Bjartur, 2003.
- Jaakko Heinimäki. Syndirnar sjö. Aðalsteinn Davíðsson þýddi. Reykjavík : Bjartur, 2003.
- Bragi Ólafsson. Við hinir einkennisklæddu. Reykjavík : Bjartur, 2003.
- Jón Karl Helgason. Ferðalok : skýrsla handa akademíu. Reykjavík : Bjartur, 2003.
- Oddný Eir Ævarsdóttir. Opnun kryppunnar: brúðuleikhús. Reykjavík : Bjartur, 2004.
- Paul Auster. Mynd af ósýnilegum manni. Jón Karl Helgason þýddi. Reykjavík : Bjartur, 2004.
- Eiríkur Guðmundsson. 39 þrep á leið til glötunar. Reykjavík : Bjartur, 2004.
- Thomas Bernhard. Steinsteypa. Hjálmar Sveinsson þýddi. Reykjavík: Bjartur. 2005.
Óbeint framhald þessarar útgáfu var tímaritröðin 1005 sem út kom á vegum Kindar á árunum 2013 til 2015.
Umfjöllun
- Jón Ólafsson. „Sjónhverfingar, syndir og hverfull veruleiki.“ Ritið 3/3 (2003). s. 135-51.