Ritröðin Íslensk menning er gefin út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags og ReykjavíkurAkademíunnar. Við Adolf Friðriksson vorum ritstjórar fyrstu fimm árin en þá tók Þorleifur Hauksson við mínu hlutverki. Alls hafa nú fimm bækur hafa komið út í þessari ritröð en ég kom að ritstjórn eftirfarandi bóka.
- Sveinn Yngvi Egilsson. Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík (1999)
- Guðmundur Hálfdanarson. Íslenska þjóðríkið. Uppruni og endimörk (2001)
- Torfi H. Tulinius. Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga (2004)