„Dagur Prešerens: slóvenski menningarfrídagurinn“ er haldinn hátíðlegur í Slóveníu ár hvert á dánardegi slóvenska þjóðskáldsins France Prešeren, 7. febrúar. Skáldsins er minnst í dagblöðum, skólum, leikhúsum og fleiri menningarstofnunum, en markmiðið er að vekja almenning til vitundar um mikilvægi þjóðarmenningarinnar. Í ár var slóvenska sjónvarpið RTV4 með ítarlega umfjöllun um Prešeren á þessum degi og beindi höfuðathygli að nýlegri bók Marijan Dović um skáldið, Prešeren po Prešernu: kanonizacija nacionalnega pesnika in kulturnega svetnika (2017). Bókin er ein af mörgum afurðum rannsókna á evrópskum þjóðardýrlingum sem Sveinn Yngvi Egilsson, Marko Juvan og við Marijan höfum unnið að undanfarin áratug. Var af þeim sökum einnig rætt við okkur Marko í þessu innslagi RTV4 og kom Jónas Hallgrímsson þar meðal annars við sögu.