From Iceland to the Americas er titill þriggja daga ráðstefnu í University of Notre Dame í Indiana í Bandarikjunum sem ég sæki 24.-26. september. Tilgangur ráðstefnunnar er að kortleggja þau fjölbreyttu menningarlegu áhrif sem íslenskar fornbókmenntir hafa haft vestanhafs. Meðal fyrirlesara eru Matthew Scribner (University of Manitoba), Verena Höfig (University of Illinois), Amy Mulligan (University of Notre Dame), Adolf Friðriksson (Fornleifastofun Íslands), Simon Halink (Háskóla Íslands), Bergur Þorgeirsson (Snorrastofa), Angela Sorby (Marquette University), Kevin J. Harty (La Salle University), Seth Lerer (University of California – San Diego), Heather O’Donoghue (University of Oxford), og Dustin Geeraert (University of Manitoba). Gestgjafi hópsins er T. W. Machan (University of Notre Dame), en við erum báðir ábyrgir fyrir því að kalla saman þennan hóp til að ræða um efnið. Afrakstur ráðstefnunnar verður samnefnd bók sem University of Manchester Press mun væntanlega gefa út á næsta eða þarnæsta ári.