Bjarni Hinriksson og Jón Karl Helgason. Hvað mælti Óðinn? Reykjavík: Gisp!, 2017.
Myndasagan Hvað mælti Óðinn? er frjálsleg endursköpun á eddukvæðinu Vafþrúðnismálum, einu elsta og vanmetnasta snilldarverki íslenskrar bókmenntasögu. Kvæðið lýsir háskalegri fróðleikskeppni Óðins og jötunsins Vafþrúðnis en birtir um leið heimsmynd heiðinna manna með eftirminnilegum hætti. Samkvæmt Vafþrúðni var jörðin upphaflega smíðuð úr skrokki jötunsins Ýmis en hann spáir jafnframt fyrir um endalok Óðins og fleiri guða í Ragnarökum. Kvæðið er túlkað í litríkum teikningum Bjarna en jafnframt ort upp á nútímamáli af þeim Jóni Karli og Jóni Halli Stefánssyni.