Georg Brandes og áhrif hans hér landi

Í dag birtist á Vísindavefnum stutt yfirlitsgrein eftir mig um Georg Brandes og áhrif hans á norrænar bókmenntir. Í greininni er meðal annars vakin athygli á því að íslensku skáldin Jón Ólafsson, Gestur Pálsson og Hannes Hafstein þýddu allir skrif eftir Brandes um og eftir 1880, auk þess sem Hannes Hafstein skrifaði merka grein um þennan danska bókmenntagagnrýnanda sem birtist í Heimdalli 1883. Í lok greinarinnar er heimildaskrá með hlekkjum á þessar greinar sem eru aðgengilegar á hinum ómetanlega heimildavef Landsbókasafnsins, timarit.is.