Jón Karl Helgason. Næturgalinn. Reykjavík: Bjartur, 1998, 92 bls.
Næturgalinn gerist á bjartri sumarnótt í Reykjavík. Höfundur situr við gluggann og stelst í bréfin sem gengu á milli Helga og Kristínar sumarið 1901. Hún sigldi til Hellensburgh en hann stóð eftir í portinu við Ziemsensverslun og óskaði þess með sjálfum sér að þau mættu sjást aftur.
Fleiri persónur fara fljótlega á kreik, hugleiðingar kvikna um eðli þeirrar ástar sem aðeins fer fram í orðum; berst frá einum glugga til annars eða er ofin í blek. Eftir því sem birtir af degi tengjast örlög ólíkra elskenda en unaðsfullur söngur næturgalans getur þagnað þá og þegar.
Umfjöllun
- Sigríður Albertsdóttir. „Ást í meinum.“ DV 9. nóvember 1998, s. 18.
- Geir Svansson. „Tilraun um ástina.“ Morgunblaðið 17. nóvember, s. B6 .