Jón Karl Helgason. Sögusagnir. Þrjú tímamótaverk og einu betur. Reykjavík: Dimma, 2020.
Eftir lok síðari heimsstyrjaldar komu út þrjú skáldverk sem mörkuðu tímamót í íslenskum bókmenntum og jafnvel upphaf samtíma okkar. Þetta voru Vikivaki (1948) eftir Gunnar Gunnarsson, Eftir örstuttan leik (1946) eftir Elías Mar og Uppstigning (1945) eftir Sigurð Nordal. Í Sögusögnum er fjallað um einkenni þessara verka, stöðu þeirra í bókmenntasögunni og tengsl þeirra við skrif erlendra skálda á borð við Luigi Pirandello og Jorge Luis Borges. Í síðasta kafla beinist loks athygli að Turnleikhúsinu (1979) eftir Thor Vilhjálmsson og þeim fagurfræðilegu flekaskilum sem greina það frá verkum þeirra Gunnars, Elíasar og Sigurðar.
Umfjöllun
- Halldór Guðmundsson. „Séra Sivaldi og sjálfgetna skáldsagan.“ Skírnir 195 (vor 2021), s. 35-46.