Hver kannast við skáldsögurnar La Spirale eftir Gustave Flaubert, Pilgrim on the Hill eftir Philip K. Dick og Sanditon eftir Jane Austen? Eða er einhver sem hefur séð uppfærslu á leikritunum Penelópa eftir Æskílos, Kókalos eftir Aristófanes og Love‘s Labour‘s Won eftir Shakespeare? Bók glötuðu bókanna. Ófullkomin saga allra snilldarverkanna sem þú munt aldrei lesa (The Book of Lost Books. An incomplete history of all the great books you‘ll never read) er titillinn á riti sem skoski ritstjórinn og bókmenntagagnrýnandinn Stuart Kelly sendi frá sér árið 2005 en kom út í endurskoðaðri útgáfu á liðnu ári. Um hana fjalla ég í stuttum pistli sem nýlega birtist á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs HÍ.