Uncategorized

Öræfi Ófeigs Sigurðssonar

Skáldsagan Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson var bók vikunnar á Rás 1 í liðinni viku. Lesið var úr bókinni í Víðsjá og rætt við höfundinn í miðri viku en á laugardaginn spjallaði Þröstur Helgason við okkur Valgerði Þóroddsdóttur um söguna og feril Ófeigs. Bæði töluðum við lofsamlega um verkið enda er það í senn fjörlega skrifað […]

Öræfi Ófeigs Sigurðssonar Read More »

Heimskringla wa dare ga kaita noka?

„Heimskringla wa dare ga kaita noka?: Sakuhin to Chosha/Bunsan Shippitsu-sha no Fukuzatsu na Kankei“ er titill á japanskri þýðingu Tsukusu Jinn Ito á grein minni „Dreifður höfundarskapur Heimskringlu“ sem nýlega birtist í fræðitímaritinu Balto-Scandia 31 (október 2014): 53-62. Í greininni vek ég athygli á því að textarnir sem saman mynda Heimskringlu eiga sér afar fjölbreytilegan

Heimskringla wa dare ga kaita noka? Read More »

Northern Myths, Modern Identities

Northern Myths, Modern Identities: The Nationalization of Mythologies in Northern Europe 1800-2014 er titill á viðamikilli alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður við Háskólann í Groningen í Hollandi dagana 27.-29. nóvember næstkomandi. Þar verða fluttir yfir 20 fyrirlestrar um gildi goðsagna og goðsögulegs hugsunarháttar fyrir þjóðríkjaþróun nútímans. Norræn goðafræði kemur þar töluvert við sögu. Meðal heiðursfyrirlesara eru Tom Shippey

Northern Myths, Modern Identities Read More »

Þroskabraut Thors í bandarískum myndasögum

„Þroskabraut Thors í bandarískum myndasögum“ er titill á fyrirlestri sem ég held á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í fundarsal Þjóðminjasafnsins á morgun, föstudaginn 6. nóvember kl. 12.00. Þar hyggst ég ræða um nokkrar lítt þekktar bandarískar myndasögur sem út komu á árunum 1940 til 1960 þar sem norræni þrumuguðinn var í aðalhlutverki. Ég hyggst

Þroskabraut Thors í bandarískum myndasögum Read More »

Spjallað við Kjarnann um styttur bæjarins

„Engir falískir eirstöplar fyrir konur,“ er yfirskrift hljóðritaðs viðtals við mig sem birtist á Kjarnanum í þessari viku í viðtalsröðinni Þáttur um kúl hluti. Við Birgir Þór Harðarson hittumst á kaffihúsinu í Ráðhúsi Reykjavíkur og spjölluðum saman í tæpan hálftíma um stytturnar í Reykjavík, sögu þeirra og merkingu. Tilefnið var að einhverju leyti útgáfa bókar

Spjallað við Kjarnann um styttur bæjarins Read More »

Meistaranemar vinna efni fyrir Hugrás og Sirkústjaldið

„Loksins, loksins: Vinnustofa í menningarblaðamennsku“ nefnist námskeið sem við Brynja Þorgeirsdóttir kennum á meistarastigi í Íslensku á þessu hausti. Þeir 25 nemendur sem skráðir eru í námskeiðið skila vikulega af sér einum texta (menningarfrétt, gagnrýni, viðtali, pistli) sem snertir menningarlíf samtímans. Nemendur lesa yfir efni hverjir hjá öðrum, þá les ég næstu gerð textana og

Meistaranemar vinna efni fyrir Hugrás og Sirkústjaldið Read More »

Valhalla, I am coming!

„Valhalla I am coming!: Modern Mythifications of the Vikings“ er titill á fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnu sem Myth Study Group stendur fyrir í Háskóla Íslands fimmtudaginn 2. október. Þar hyggst ég ræða um svonefnt vikinga metal rokk sem sækir sér að nokkru leyti innblástur í norræna goðafræði. Sjónum verður einkum beint að textagerð

Valhalla, I am coming! Read More »

Samband hugsunar og heims

Þriðjudagskvöldið 16. september tek ég þátt í málþinginu Stjórnar hugsunin heiminum? sem fram fer í Hannesarholti í Þingholtunum. Tilefni málþingsins eru tvær bækur sem nýlega hafa komið út eftir Pál Skúlason fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Ríkið og rökvísi stjórnmála (2013) og Hugsunin stjórnar heiminum (2014). Sameiginlegt stef bókanna er að færa rök fyrir því hvers

Samband hugsunar og heims Read More »