Uncategorized

Atómstöðin og nútímalistir

Sumarsagan í Víðsjá á Rás 1 þessar vikurnar er Atómstöð Halldórs Laxness. Af því tilefni hafa umsjónarmenn þáttarins átt nokkuð viðtöl við bókmenntafræðinga um afmarkaða þætti sögunnar. Á síðustu vikum hafa samkennarar mínir við Íslensku- og menningardeild, prófessorarnir Bergljót Kristjánsdóttir og Ármann Jakobsson, meðal annars rætt um pólitíkina í sögunni og um persónuleika organistans. Í […]

Atómstöðin og nútímalistir Read More »

Íslenskar miðaldabókmenntir og japanskt manga

Á liðnum áratugum hafa þó nokkrir japanskir teiknimyndahöfundar sótt sér innblástur til íslenskra miðaldabókmennta. Titlar á borð við Matantei Loki og Vínland saga hafa notið þar umtalsverðra vinsælda og haft mótandi áhrif á hugmyndir heimamanna um norræna goðafræði og menningarheim víkinganna. Þessa dagana er á dagskrá Ríkisútvarpsins Rás 1 tveggja þátta röð þar sem ég fjalla

Íslenskar miðaldabókmenntir og japanskt manga Read More »

Grafskrift Íslendingaþátta

Út er komin í ritröðinni Studia Islandica bókin Íslendingaþættir. Saga hugmyndar eftir Ármann Jakobsson prófessor í íslensku. Ármann heldur því þar fram að Íslendingaþættir sem bókmenntagrein hafi í rauninni verið búnir til af mönnum sem ritstýrðu alþýðuútgáfum þáttanna í upphafi 20. aldar. Hann spáir því í lok bókar að vaxandi áhugi fræðimanna á upprunalegu samhengi

Grafskrift Íslendingaþátta Read More »

Jónas og Snorri þýða H.C. Andersen

Út er komið í Noregi greinasafnið Nordic Responses. Translation, History, Literary Culture í ritstjórn Jakob Lothe, Ástráðs Eysteinssonar og Mats Jansson. Þarna er að finna tólf greinar um þýðingar, þar af fjórar sem snerta Ísland. Ein þeirra er grein eftir Ástráð um Hemingway á Íslandi, önnur er grein Hólmfríðar Garðarsdóttur um íslenskar þýðingar bókmennta frá

Jónas og Snorri þýða H.C. Andersen Read More »

El paper dels sants culturals

Nýlega birtist í katalónska menningartímaritinu L’Espill, sem gefið er út í Barcelona, greinin „El paper dels sants culturals“. Um er að ræða þýðingu Jaume Subriana á grein minni „The Role of Cultural Saints in European Nation States“ sem birtist upphaflega árið 2011 í afmælisriti Itamars Even-Zohar. Subriana er prófessor við Opna háskólann í Katólóníu en einnig þekkt ljóðskáld. Eiga

El paper dels sants culturals Read More »

Þjóðardýrlingatal á Ísafirði

Föstudaginn 28. mars flyt ég erindi um þjóðardýrlinga á Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði. Erindið byggist öðrum þræði á bók minni Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga, sem út kom hjá Sögufélagi á liðnu hausti. Í fyrirlestrinum, sem ég nefni Þjóðardýrlingatal, hyggst ég gera samanburð á stöðu og hlutverki Jóns Sigurðssonar og Jónasar Hallgrímssonar sem þjóðardýrlinga og varpa

Þjóðardýrlingatal á Ísafirði Read More »

Aðkomumenn, þjóðarvitund og minningar

Aðkomumenn, þjóðarvitund og minningar er titill á málstofu sem við Þorsteinn Helgason, Sumarliði Ísleifsson og Kim Simonsen tökum þátt í á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands 15. mars næstkomandi. Þorsteinn mun þar ræða um minningar Íslendinga um Tyrkjaránið, Sumarliði fjallar um fimm ferðalýsingar frá Íslandi frá því fyrir 1750 og Kim ræðir um áhrif erlendra ferðalýsinga á

Aðkomumenn, þjóðarvitund og minningar Read More »