Uncategorized

Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga

Í fyrri hluta september kemur út á vegum Sögufélags bók mín Ódáinsakur:  Helgifesta þjóðardýrlinga. Hún fjallar um eðli og hlutverk þjóðardýrlinga og þær aðferðir sem notaðar eru til að rækta minningu þeirra á opinberum vettvangi. Höfuðáhersla er lögð á skáld og listamenn en stjórnmálamenn og trúarhetjur koma einnig við sögu. Bókin hefur að geyma níu […]

Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga Read More »

Skáldskapur sem heimspeki

„Fiction as Philosophy: William H. Gass’ Conception of Metafiction“ er titill á  fyrirlestri sem ég hyggst flytja á 20. ráðstefnu alþjóðlegra samtaka samanburðarbókmenntafræðinga (International Comparative Literature Association) sem fram fer í Sorbonne-háskólanum í París vikuna 18.-24. júlí næstkomandi. Þar hyggst ég grafast fyrir um þá merkingu sem William H. Gass lagði í hugtakið metafiction um

Skáldskapur sem heimspeki Read More »

Tieck, Fjölnir og fjölkerfakenning Even-Zohars

„Der Blonde Eckbert in an Alien Polysystem. The Reception of Tieck’s «skröksaga» in 19th-Century Iceland“, er titill á grein sem ég birti í greinasafninu Textual Production and Status Contests in Rising and Unstable Societies sem út er komið í ritstjórn Massimiliano Bampi og Marina Buzzoni hjá Ca’ Foscari-háskólanum í Feneyjum. Greinin fjallar um viðtökur á ævintýri eftir þýska skáldið Tieck sem birtist

Tieck, Fjölnir og fjölkerfakenning Even-Zohars Read More »

Sherlock Holmes, Giovanni Morelli og íslenskir miðaldahöfundar

„Clues of Authorship. Sherlock Holmes, Giovanni Morelli and Medieval Saga Authors“ er titill á fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnu Association for the Advancement of Scandinavian Studies in Canada (AASSC) í borginni Victoria í Kanada miðvikudaginn 5. júní næstkomandi. Þar hyggst ég ræða um þær aðferðir og rök sem fræðimenn hafa beitt í umfjöllun sinni um

Sherlock Holmes, Giovanni Morelli og íslenskir miðaldahöfundar Read More »

Útgáfa tímarritraðarinnar 1005

Nýlega kom út fyrsti árgangur tímaritraðarinnar 1005 en áformað er að gefa út þrjá árganga hennar á jafnmörgum árum. Í fyrsta árgangi er að finna þrjú athyglisverð verk; sakamálasöguna Hælið eftir Hermann Stefánsson, ljóðabálkinn Bréf úr borg dulbúinna storma eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og fræðigátuna Bautasteinn Borgesar eftir Jón Hall Stefánsson. Ég sit ásamt Ragnari Helga

Útgáfa tímarritraðarinnar 1005 Read More »

Styrkir til ólíkra verkefna

Á liðnum vikum hafa tvö ólík verkefni sem ég tek þátt í hlotið góða styrki. Annars vegar hlaut vefverkefnið Icelandic Online 5-6 styrk úr Kennslumálasjóði Háskóla Íslands og hins vegar hlaut rannsóknarverkefnið Afterlife of Eddas and Sagas styrki frá Watanabe Trust Fund og The Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation. Síðarnefndu styrkirnir gera mér kleift að fara til

Styrkir til ólíkra verkefna Read More »

Bakjarlar menningarlegs minnis

Væntanlegur 10.000 króna seðill Seðlabanka Íslands, prófessorsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson, Dagur íslenskrar tungu og Menningarfélagið Hraun í Öxnadal er meðal þess sem ber á góma í grein minni „Stóri ódauðleikinn: Minningarmörk, borgaraleg trúarbrögð og bakjarlar menningarlegs minnis“. Greinin birtist í nýútkomnu hefti Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar sem þær Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Daisy Neijmann ritstýra. Heftið allt er helgað minni

Bakjarlar menningarlegs minnis Read More »

Hvað er pólýúretan?

Andri Ólafsson og Steingrímur Teague fengu Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir textagerð ársins á plötu Moses Hightower, Önnur Mósebók. Af því tilefni birti ég á Hugrás umfjöllun um texta plötunnar og reyni að skýra hvers vegna þar er ort um “seli steypta í pólýúretan”. Umfjöllunin kallast á við eldri grein eftir mig á Hugrás sem fjallar um

Hvað er pólýúretan? Read More »

Doktorsvörn á vettvangi stafrænna hugvísinda

Fyrr í dag var ég andmælandi við doktorsvörn Trish Baer við enskudeild University of Victoria í Kanada. Ritgerðin ber titilinn „An Old Norse Mythology Image Hoard: From the Analog Past to the Digital Present“. Hún fjallar um myndskreytingar í handritum og útgáfum sem hafa að geyma forníslenskar bókmenntir, einkum goðsögulegt efni og jafnframt um gagnagrunninn

Doktorsvörn á vettvangi stafrænna hugvísinda Read More »

Biskupamóðir í Páfagarði: áhugaverð M.A. ritgerð

„Biskupamóðir í Páfagarði“ er titill á afar áhugaverðri og yfirgripsmikilli M.A. ritgerð sem Sigríður Helga Þorsteinsdóttir var að ljúka við undir minni leiðsögn. Í inngangi er efninu lýst svo: „Ritgerðin fjallar um ólíkar birtingarmyndir Guðríðar Þorbjarnardóttur, einnar aðalsöguhetju Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu, sem oft eru nefndar Vínlandssögur. Viðfangsefnið er greint í ljósi endurritunarfræða,

Biskupamóðir í Páfagarði: áhugaverð M.A. ritgerð Read More »