Uncategorized

Á gatnamótum Njálsgötu og Snorrabrautar

Hvernig hafa Íslendingasögurnar haldið dampi í 800 ára? Þetta var leiðarstefs sænsku útvarpskvennanna Miu Gerdin og Ullu Strängberg sem heimsóttu Ísland á liðnu sumri, leituðu að Snorra Sturlusyni í Reykholt og heimsóttu rithöfundana Sjón og Gerði Kristnýju í Reykjavík. Þær fengu mig líka til að leiða sig um gamla bæinn þar sem Njálsgata, Bergþórugata og Snorrabraut […]

Á gatnamótum Njálsgötu og Snorrabrautar Read More »

Andmælaræður birtar í Sögu

Í nýju hefti Sögu, tímarits Sögufélagsins, birtust andmælaræður okkar Rósu Magnúsdóttur sem fluttar voru við doktorsvörn Ólafs Rastricks í febrúarmánuði síðastliðnum en hann varði þá doktorsritgerð í sagnfræði, Íslensk menning og samfélagslegt vald 1910‒1930. Í ræðu minni gagnrýndi ég Ólaf einkum fyrir ófullnægjandi umfjöllun um skrif Sigurðar Nordals en ég hrósaði honum meðal annars fyrir

Andmælaræður birtar í Sögu Read More »

Framgangur, rannsóknarleyfi, doktorsvörn

Í vikunni var mér tilkynnt að ég hefði fengið framgang í starfi úr stöðu dósents í stöðu prófessors við Háskóla Íslands. Á vorönn 2013 verð ég í rannsóknarleyfi og hyggst ég verja hluta þess við rannsóknir í Cambridge í Bretlandi. Höfuðviðfangsefni mitt eru viðtökur og endurritun íslenskra miðaldabókmennta en fyrr á árinu skrifaði ég undir

Framgangur, rannsóknarleyfi, doktorsvörn Read More »

Maður dagsins og sódabarinn Adlon

Fyrir réttum mánuði síðan var afhjúpaður bókmenntaskjöldur við Aðalstræti 6-8 í Reykjavík þar sem sódabarinn Adlon, öðru nafni Langibar, var til húsa um miðja síðustu öld. Skjöldurinn vísar til þess að staðurinn er nefndur í skáldsögunni Vögguvísu eftir Elías Mar. Í tilefni af því og Degi íslenskrar tungu birti ég í dag stutta grein á Hugrás,

Maður dagsins og sódabarinn Adlon Read More »

Skrifaði Sturla Þórðarson Skáldið eftir Einar Kárason?

Við Einar Kárason skiptumst á skoðunum í Kastljósi 7. nóvember um þá kenningu hans að Sturla Þórðarson væri höfundur Njálu. Einar setur þessa kenningu fram með fræðilegum rökum í nýrri Skírnisgrein en hann vinnur einnig með hana í nýrri skáldsögu sinni, Skáldið, sem er lokabindið í þríleik hans um Sturlungaöldina. Í Kastljóssviðtalinu reyndi ég að

Skrifaði Sturla Þórðarson Skáldið eftir Einar Kárason? Read More »

Heldurðu, að ég hafi aldrei átt móður?

Næstkomandi laugardag, 27. október standa Reykjavík Bókmenntaborg og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands fyrir málþingi um Elías Mar og Vögguvísu. Meðal fyrirlesara eru Þorsteinn Antonsson, Svavar Steinn Guðmundsson, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Tómas R. Einarsson. Ég flyt þar líka fyrirlestur sem kallast „„Heldurðu, að ég hafi aldrei átt móður?“ Ungur og einstæður höfundur kveður sér

Heldurðu, að ég hafi aldrei átt móður? Read More »

Stóri ódauðleikinn í Þjóðarspegli

„Stóri ódauðleikinn: Menningarminni, ósýnileg trúarbrögð og skurðgoð þjóðríkisins“ er titill á fyrirlestri sem ég flyt á málstofunni Menningararfur á Íslandi í Þjóðarspegli 2012 föstudaginn 26. október í Odda 101. Málstofan hefst kl. 11.00 og stendur til 12.45 en meðal annarra þátttakenda eru Guðmundur Hálfdanarson, Bryndís Björgvinsdóttir, Ólafur Rastrick, Áki Guðni Karlsson, Karl Aspelund, Kristinn Schram

Stóri ódauðleikinn í Þjóðarspegli Read More »

Höfundur Njálu: Námskeið hjá Endurmenntun

Hver var höfundur vinsælustu Íslendingasögunnar? Hét hann Sturla Þórðarson, Þorvarður Þórarinsson eða Snorri Sturluson, eða leynist hann kannski meðal persóna sögunnar sjálfrar? Eitt vinsælasta og umdeildasta viðfangsefni þeirra Íslendinga sem fjölluðu um Njáls sögu á 20. öld var hver hefði skrifað söguna. Í námskeiðinu „Höfundur Njálu“, sem ég kenni hjá Endurmenntun Háskóla Íslands dagana 8.,

Höfundur Njálu: Námskeið hjá Endurmenntun Read More »

Doktorsvörn Kristjáns Jóhanns

Kristján Jóhann Jónsson varði doktorsritgerð sína um Grím Thomsen, Heimsborgari og þjóðskáld, í hátíðarsal Háskóla Íslands föstudaginn 21. september síðastliðinn. Við Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, vorum andmælendur og fluttum hvor sína ræðuna en inn í þær fléttuðust spurningar til Kristjáns Jóhanns og svör hans við þeim. Í inngangi andmæla minna sagði ég meðal annars: „Eins og

Doktorsvörn Kristjáns Jóhanns Read More »