Uncategorized

Dýra- og plöntufræði Þórðar Magnússonar

„Tvær djöfulsins dúfur, eins digrar og beljujúgur. Dýra- og plöntufræði Þórðar Magnússonar“ er titill á stuttri grein sem ég hef birt á bókmenntavefnum Subbuskapur og sóðabækur. Viðfangsefnið er fyrsta og eina ljóðabók Þórðar Magnússonar sem út komi árið 1994, tæpum 30 árum eftir andlát höfundarins. Útgáfan var í höndum frænda Þórðar, Gylfa Gíslasonar myndlistarmanns, og fór […]

Dýra- og plöntufræði Þórðar Magnússonar Read More »

Bein Jónasar og Fáfræði Kundera

„A Poet’s Great Return: Jónas Hallgrímsson’s reburial and Milan Kundera’s Ignorance“ er titill greinar sem ég hef nýlega birt á ensku í tímaritinu Scandinavian Canadian Studies. Þar fjalla ég um það með hvaða hætti Milan Kundera fléttar frásögn af beinamáli Jónasar Hallgrímssonar inn í skáldsögu sína Fáfræðina, þar á meðal þau atriði þar sem lýsing tékkneska

Bein Jónasar og Fáfræði Kundera Read More »

Lárviðarskáld. Valið milli Bjarna og Jónasar

„Lárviðarskáld. Valið milli Bjarna Thorarensen og Jónasar Hallgrímssonar“ er titill á nýrri grein sem ég birti í fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar 2012. Í inngangi vek ég athygli á því að fram eftir nítjándu öld voru þeir Bjarni og Jónas gjarnan nefndir í sömu andrá sem bestu skáld þjóðarinnar. Síðan segir: „Í ljósi þessa mats

Lárviðarskáld. Valið milli Bjarna og Jónasar Read More »

Davíð Kopperfíld-kjaftæðið og Salinger

Árið 1988 kom út fyrsta ritið fram til þess tíma sem kalla má ævisögu bandaríska rithöfundarins J.D. Salingers, bókin In Search of J.D. Salinger (Í leit að J.D. Salinger). Höfundurinn var fimmtugur Breti, Ian Hamilton, ljóðskáld og bókmenntamaður. Það sérkennilega við verk Hamiltons er að jafnframt því að rekja feril Salingers segir hann frá tilurð

Davíð Kopperfíld-kjaftæðið og Salinger Read More »

Íslendingasögur á tímum netvæðingar

Málstofan Íslendingasögur: Samtíð, saga, framtíð verður hluti af Hugvísindaþingi í Háskóla Íslands laugardaginn 10. mars næstkomandi frá kl. 10-12. Málstofan er helguð rannsóknum á ólíkum þáttum sem snerta sögu og viðtökur Íslendingasagnanna. Guðrún Nordal fjallar um fyrstu áratugina í sögu Laxdæla sögu, Katelin Parsons ræðir um rannsóknir sínar á þýðingum Egils sögu, Emily Lethbridge fjallar

Íslendingasögur á tímum netvæðingar Read More »

Íslenska sem annað líf – á öldum ljósvakans og víðar

Síðastliðinn föstudag stóð námsgreinin Íslenska sem annað mál fyrir ráðstefnunni Íslenska sem annað líf þar sem átta fyrrverandi nemendur okkar sögðu frá reynslu sinni af náminu og þeim tækifærum og ögrunum sem hafa mætt þeim í íslensku samfélagi að námi loknu. Margrét Jónsdóttir, prófessor við námsgreinina, átti hugmyndina að þessari ráðstefnu og stóð að undirbúningi hennar

Íslenska sem annað líf – á öldum ljósvakans og víðar Read More »

Doktorsvörn Ólafs Rastrick

Í gærdag varði Ólafur Rastrick doktorsritgerð sína við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Við Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur vorum andmælendur við vörnina. Andmæli okkar munu væntanlega birtast opinberlega á þessu ári en í niðurlagi minnar ræðu sagði ég meðal annars: „Doktorsritgerð Ólafs Rastrick, Íslensk menning og samfélagslegt vald 1910‒1930, er fagnaðarefni í íslenskum fræðum. Enda þótt Ólafi

Doktorsvörn Ólafs Rastrick Read More »

Hafmeyjustyttur og gosdrykkjakælar

Nýjasta hefti Ritsins er að hluta til helgað fræðigreinum um Evrópu. Mitt framlag til þeirrar umfjöllunar er greinin „Menningarlegir þjóðardýrlingar Evrópu. Samanburður á France Prešeren og Hans Christian Andersen“. Hún byggir á rannsóknum sem ég vann í síðasta rannsóknarleyfi mínu í Kaupmannahöfn og Ljúblíana en á liðnu ári birti ég einnig tvær greinar á ensku um þetta

Hafmeyjustyttur og gosdrykkjakælar Read More »

Hlutverk þjóðardýrlinga í Evrópu

„The Role of Cultural Saints in European Nation States“ er titill á stuttri grein sem ég hef nýlega birt í afmælisriti ísraelska fræðimannsins Itamars Even-Zohar. Ritið ber titilinn Culture Contacts and the Making of Cultures, ritstjórar þess eru þau Rakefet Sela-Sheffy og Gideon Toury og útgefandi er Rannsóknarstofa í menningarfræðum við háskólann í Tel Aviv. Even-Zohar er hve

Hlutverk þjóðardýrlinga í Evrópu Read More »