Uncategorized

Tvær gjörólíkar hrunbækur

„Samhengi valdsins“ er titillinn á pistli á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs, sem ég hef skrifað. Þar er fjallað um tvær nýútkomnar bækur, Þræðir valdsins eftir Jóhann Hauksson og Samhengi hlutanna eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Bæði eru þau Jóhann og Sigrún þrautreyndir blaðamenn sem hafa hlotið lof og viðurkenningar fyrir umfjöllun sína um hrun íslenska bankakerfisins og afleiðingar þess […]

Tvær gjörólíkar hrunbækur Read More »

Bók glötuðu bókanna

Hver kannast við skáldsögurnar La Spirale eftir Gustave Flaubert, Pilgrim on the Hill eftir Philip K. Dick og Sanditon eftir Jane Austen? Eða er einhver sem hefur séð uppfærslu á leikritunum Penelópa eftir Æskílos, Kókalos eftir Aristófanes og Love‘s Labour‘s Won eftir Shakespeare? Bók glötuðu bókanna. Ófullkomin saga allra snilldarverkanna sem þú munt aldrei lesa

Bók glötuðu bókanna Read More »

Skáldsagan Jón eftir Hemingway

Ferðafélagar“ er heiti á fyrirlestraröð Bókmennta- og listfræðistofnunar Háskóla Íslands og Gljúfrasteins í vetur. Ég ríð á vaðið sunnudaginn 2. október með erindi sem nefnist „Skáldsagan Jón eftir Ernest Hemingway. Þýðingarvandi Stefáns Bjarmans og Halldórs Laxness“. Á fimmta áratug liðinnar aldar tók Stefán Bjarman að sér að þýða skáldsögu Hemingways, For Whom the Bell Tolls, fyrir

Skáldsagan Jón eftir Hemingway Read More »

Félagslegt hlutverk þjóðardýrlinga

„Relics and Rituals: The Canonization of Cultural „Saints“ from a Social Perspective,“ er titill á grein sem ég hef nýverið birt í slóvenska tímaritinu Primerjalna književnost (Samanburðarbókmenntir). Í greininni fjalla ég um félagslegt hlutverk þjóðardýrlinga í ljósi á helgifestu þriggja 19. aldar skálda; slóvenska ljóðskáldsins France Prešeren, danska ævintýraskáldsins Hans Christian Andersen og loks Jónasar

Félagslegt hlutverk þjóðardýrlinga Read More »

Eiga Jón og Jónas að hafa vistaskipti?

Í nýju hefti af Andvara birti ég grein undir titlinum „Manngangur sjálfstæðisbaráttunnar“ þar sem rakið er hvernig líkneski Jóns Sigurðssonar rataði á Austurvöll. Í upphafi greinarinnar er vitnað í nýlega skáldsögu Kára Tuliniusar, Píslarvottar án hæfileika, þar sem segir frá fimm reykvískum ungmennum sem dreymir um að skipuleggja hryðjuverk en eiga í nokkru basli með að finna sér

Eiga Jón og Jónas að hafa vistaskipti? Read More »

Vatnsberinn verður færður niður í Bankastræti

Í liðinni viku birti ég greinina „Hvar á blessuð vatnskerlingin heima?“ á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs. Í greininni taldi ég óráð af borgaryfirvöldum að flytja listaverkið Vatnsberann eftir Ásmund Sveinsson, ofan úr Öskjuhlíð niður í Austurstræti, eins og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar hafði gert að tillögu sinni. Síðastliðinn fimmtudag samþykkti borgarráð að flytja listaverkið niður í miðbæ en

Vatnsberinn verður færður niður í Bankastræti Read More »

Var Sigurður Nordal póstmódernisti?

Í nýrri grein í vorhefti Skírnis 2011 fjalla ég um leikritið Uppstigninu eftir Sigurð Nordal en það var fyrst sett á svið í Iðnó haustið 1945. Í niðurlagi greinarinnar segir meðal annars:

„Árni Ibsen fullyrðir í fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu að þótt Uppstigning sé ekki gallalaust leikrit – honum þykir verkið fulllangt enda sé hugmyndaheimur þess flókinn – marki höfundur þess „upphaf samtíma okkar“. Hægt er að taka undir þau orð með því að benda á að mörg þeirra einkenna meðvitaðra skáldverka sem hér hafa verið til umræðu hafa gjarnan verið kennd við móderníska eða jafnvel póstmóderníska fagurfræði.

Var Sigurður Nordal póstmódernisti? Read More »

Hver fær að blása á kertin?

Þjóðhetjan og þjóðríkið er yfirskrift ráðstefnu sem Háskóli Íslands stendur fyrir föstudaginn 27. maí nk. í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Ég hyggst flytja þar erindi um skipulagningu og dagskrá hátíðarhaldanna sem efnt var til í Danmörku í tilefni af 200 ára afmæli H.C. Andersen en þau voru á margan hátt umdeild, ekki

Hver fær að blása á kertin? Read More »

Lesendur Svövu leggja höfuðið í bleyti

Smásaga Svövu Jakobsdóttur, ,,Saga handa börnum”, var meðal lesefnis á námskeiðinu Íslenskar bókmenntir síðari alda sem ég kenndi nemendum á þriðja ári í Íslensku sem annað mál á þessu vori. Við undirbúning kennslunnar rakst ég á athyglisverða umræðu um söguna á lesendasíðu dagblaðsins Vísis frá kvennaárinu 1975 en þar var meðal annars deilt um heilaleysi aðalpersónu sögunnar og meint fattleysi lesenda hennar. Einn málshefjenda sagði

Lesendur Svövu leggja höfuðið í bleyti Read More »