Uncategorized

Ráðstefna og vefur um bankahrunið

Hrunið, þið munið er titill viðamikillar ráðstefnu sem haldin verður í Háskóla Íslands dagana 5.-6. október. Ein kveikja ráðstefnunnar var vefur með sama titili sem við Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi dósent í sagnfræði, hófum að þróa með nemendum okkar í sagnfræði og íslensku á árunum 2014 en fjölmargir fleiri aðilar innan Háskóla Íslands og víðar […]

Ráðstefna og vefur um bankahrunið Read More »

Íslensk menningaráhrif í Vesturheimi

From Iceland to the Americas er titill þriggja daga ráðstefnu í University of Notre Dame í Indiana í Bandarikjunum sem ég sæki 24.-26. september. Tilgangur ráðstefnunnar er að kortleggja þau fjölbreyttu menningarlegu áhrif sem íslenskar fornbókmenntir hafa haft vestanhafs. Meðal fyrirlesara eru Matthew Scribner (University of Manitoba), Verena Höfig (University of Illinois), Amy Mulligan (University of Notre

Íslensk menningaráhrif í Vesturheimi Read More »

Manga-hátíð í Reykjavík

Hátíð þar sem japanskar myndasögur og tengsl þeirra við íslenskar fornbókmenntir eru könnuð verður haldin í Reykjavík dagana 16.-18. ágúst. Hátíðin hefst með málþingi um manga og miðaldabókmenntir í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur fimmtudaginn 16. ágúst kl. 13-16. Þar flytja erindi fjórir gestir frá Japan og tveir Íslendingar. Dagskráin heldur síðan áfram í Norræna húsinu

Manga-hátíð í Reykjavík Read More »

Goð og nasistar í bandarískum myndasögu

Á Alþjóðlegu fornsagnaþingi sem fram fer í Reykjavík um miðjan ágústmánuð flyt ég fyrirlestur sem nefnist „Nordic Gods, Nazis and Boys Commandos„. Viðfangsefnið eru þrjár ólíkar myndasögur um þrumuguðinn Þór sem út komu í Bandaríkjunum á stríðsárunum en allar eiga þær sameiginlegt að fjalla um stríðsátökin í Evrópu og aðkomu Bandaríkjamanna að þeim. Um er

Goð og nasistar í bandarískum myndasögu Read More »

Ragnar loðbrók, Eiríkur rauði og Leifur heppni

„Re-membering Ragnar, Erik & Leif: Notes on audio-visual adaptations of the Eddas and Sagas“ er titill á sérstökum fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnu IASS-samtakanna í Kaupmannahöfn 8. ágúst næstkomandi. Þar ræði ég um viðtökur norrænna fornbókmenna í „fjöldamenningu“ með hliðsjón af minnisfræðum. Á liðnum árum hafa kenningar Assmann-hjónanna um menningarlegt minni verðið þróaðar til

Ragnar loðbrók, Eiríkur rauði og Leifur heppni Read More »

Bókmenntir og lög

Við Lára Magnúsardóttir lögðumst á árarnar með aðalritstjóra Ritsins, Rannveigu Sverrisdóttir, og ritstýrðum sérhefti um tengsl bókmennta og laga. Þetta fyrsta hefti ársins 2018 er í rafrænum aðgangi en í því er meðal annars að finna greinar eftir Láru, Gunnar Karlsson, Einar Kára Jóhannsson, Guðrúnu Baldvinsdóttur og Sólveigu Ástu Sigurðardóttur. Þá er birt íslensk þýðing á

Bókmenntir og lög Read More »

Alfræði rómantískrar þjóðernisstefnu í Evrópu

Encyclopedia of Romantic Nationalism in Europe er tveggja binda stórvirki sem Amsterdam University Press hefur nýlega gefið út undir ritstjórn hollenska bókmenntafræðingins Joeps Leerssen. Um er að ræða tæplega 1500 síðna alfræðirit í stóru broti þar sem fjallað er um mikilvægi menningarlegrar þjóðarvitundar í einstökum löndum í Evrópu og áhrif hennar á þjóðernisstefnu í álfunni.

Alfræði rómantískrar þjóðernisstefnu í Evrópu Read More »

Spjallað um Tinnabækurnar

Útvarpsþættir Gísla Marteins Baldurssonar um Tinnabækurnar hafa vakið verðskuldaða athygli, ekki bara meðal aðdáenda Hergé, heldur yngri og eldri hlustenda sem eru að uppgötva í fyrsta skipti hve samofnar þessar sígildu teiknimyndasögur eru sögu síðustu aldar. Ég var svo heppinn að fá að spjalla um Svarta gullið við Gísla Martein í Lestinni 7. mars en

Spjallað um Tinnabækurnar Read More »

Bandaríska bylgjan og Weird Comics árið 1940

„Bandaríska bylgjan“ er yfirskrift málstofu sem ég tek þátt í á Hugvísindaþingi föstudaginn 9. mars frá klukkan 13.30-16.00. Þar munum við Ásta Kristín Benediktsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Haukur Yngvarsson, Magnús Sigurðsson, Kristín Svava Tómasdóttir ræða um bandaríska list og menningu í íslensku samhengi. Horft verður á landnám bandarískra bókmennta og kynningu á bandarískri nútímalist á Íslandi, rýnt

Bandaríska bylgjan og Weird Comics árið 1940 Read More »

Umfjöllun um þjóðardýrlinga í Slóveníu

„Dagur Prešerens: slóvenski menningarfrídagurinn“ er haldinn hátíðlegur í Slóveníu ár hvert á dánardegi slóvenska þjóðskáldsins France Prešeren, 7. febrúar. Skáldsins er minnst í dagblöðum, skólum, leikhúsum og fleiri menningarstofnunum, en markmiðið er að vekja almenning til vitundar um mikilvægi þjóðarmenningarinnar. Í ár var slóvenska sjónvarpið RTV4 með ítarlega umfjöllun um Prešeren á þessum degi og beindi höfuðathygli að

Umfjöllun um þjóðardýrlinga í Slóveníu Read More »