Uncategorized

Kálfskinn og kósínus delta

„Kálfskinn og kósínus delta:  Spurt og svarað um stílmælingar á íslenskum miðaldafrásögnum“ er titill á fyrirlestri sem við Siguður Ingibergur Björnsson og Steingrímur Kárason flytjum í stofu 101 í Lögbergi á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands fimmtudaginn 11. janúar kl. 16.30. Þar gerum við grein fyrir svonefndum deltamælingum á stíl bókmenntatexta. Deltamælingar byggja á þeirri forsendu að […]

Kálfskinn og kósínus delta Read More »

Ritdómur um Sjónsbók

„Röntgenbild av isländsk surrealism – om Sjón“ er titill á ritdómi um Sjónsbók:  Ævintýrið um höfundinn, súrrealisma og sýnir eftir Úlfhildi Dagsdóttur sem ég birti í Nordisk Tidskrift 2/17 fyrr á þessu ári. Ritdómurinn er byggður á íslenskri umfjöllun minni sama verk sem birtist á Hugrás undir titlinum „Nútímabókmenntafræði í fullu fjöri“ síðla árs 2016 og

Ritdómur um Sjónsbók Read More »

Hver skóp Þingvelli sem sögulegt minnismerki?

„Hver skóp Þingvelli sem sögulegt minnismerki?“ er titill greinar sem ég birti í nýju hefti Sögu, tímarits Sögufélags. Þar gagnrýni ég þá viðteknu skoðun að Jónas Hallgrímsson hafi lagt grunn að nútímahugmyndum Íslendinga um staðinn með ljóðum á borð við „Ísland“ og „Fjallið Skjaldbreiður“. Í grein í Skírni árið 2009 setti Sveinbjörn Rafnsson reyndar fram

Hver skóp Þingvelli sem sögulegt minnismerki? Read More »

Fingraför Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar

„Fingraför fornsagnahöfunda“ er grein sem við Sigurður Ingibergur Björnsson og Steingrímur Páll Kárason birtum í nýjasta hefti Skírnis sem er nú á leið til áskrifenda. Þar er fjallað um leit manna að höfundum íslenskra fornsagna, og kynntar stílmælingar (e. stylometry) þeirra Sigurðar og Steingríms sem gefa vísbendingar um það hvort Snorri Sturluson sé, eins og

Fingraför Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar Read More »

Samdrykkja um tröll, tilfinningar og endurritanir í Árnagarði

Við Sif Ríkharðsdóttir og Sverrir og Ármann Jakobsdóttir efnum til samdrykkju í stofu 301 í Árnagarði föstudaginn 10. nóvember kl. 12.00-13.00. Tilefnið eru fimm nýleg fræðirit á ensku sem við höfum ýmist samið eða ritstýrt. Ármann mun kynna bók sína, The Troll Inside You: Paranormal Activity in  the Medieval North, sem út kom hjá Punctum

Samdrykkja um tröll, tilfinningar og endurritanir í Árnagarði Read More »

Smásögur Rómönsku-Ameríku

Í Smásögum heimsins birtast íslenskar þýðingar á snjöllum smásögum úr öllum heimsins hornum. Á liðnu ári kom út fyrsta bindið með smásögum frá Norður-Ameríku en nú er komið út annað bindið þar sem smásögur frá Rómönsku-Ameríku birtast. Meðal höfunda sem eiga þarna sögur eru Jorge Luis Borges, Juan Rulfo, Clarice Lispector, Julio Cortázar, Pedro Peix,

Smásögur Rómönsku-Ameríku Read More »

Fyrirlestur á þingi fjölkerfisfræðinga í Trento

„The Development of Cultural Infrastructure in Small Societies“ er titill á fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnu The International Society for Polysystem Studies (ISPS) í Trento á Ítalíu 7. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin en fyrir ári síðan var hún í Reykholti. Að baki ISPS standa fræðimenn frá ólíkum

Fyrirlestur á þingi fjölkerfisfræðinga í Trento Read More »

30 sendiherrar án diplómatískra réttinda

Miðstöð íslenskra bókmennta stendur á næstu dögum fyrir þýðendaþingi þar sem um 30 þýðendur íslenskra bókmennta koma saman til skrafs og ráðagerða. Dagskráin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur dagana 11. til 12. september og kemur rétt í kjölfarið á Bókmenntahátíð í Reykjavík sem fram fer dagana 6. til 9. september. Ég held

30 sendiherrar án diplómatískra réttinda Read More »

Fyrirlestrahald í Leeds, London og Cambridge

Síðustu vikuna í apríl held ég þrjá fyrirlestra við breska háskóla sem tengjast útgáfu Echoes of Valhalla: The Afterlife of Eddas and Sagas, sem bókaforlagið Reaktion Books sendi frá sér um miðjan marsmánuð. Fyrsta fyrirlesturinn flyt ég við University of Leeds þriðjudaginn 25. apríl kl. 17.30 og ber hann titilinn „Brothers in Arms? Snorri Sturluson and

Fyrirlestrahald í Leeds, London og Cambridge Read More »

Echoes of Valhalla komin út

Út er komin bók mín, Echoes of Valhalla. The Afterlife of the Eddas and Sagas. Eins og titillinn gefur til kynna er fjallað hér um framhaldslíf íslenskra miðaldabókmennta en sjónum er einkum beint að teiknimyndasögum, kvikmyndum, ferðabókum, leikritum og tónlist. Meðal þeirra listamanna sem við sögu koma eru teiknararnir Jack Kirby og Peter Madsen, leikskáldin Henrik Ibsen

Echoes of Valhalla komin út Read More »