Uncategorized

Fjölbreyttar MA ritgerðir frá liðnu ári

Á liðnu ári var ég leiðbeinandi eða meðleiðbeinandi að þremur MA ritgerðum; einni í þýðingafræði, einni í ritlist og einni í miðaldafræðum. Natalia Kovachkina lauk við rússneskar þýðingar á átján íslenskum smásögum sem hún valdi og ritaði formála að. Nokkrar þýðingana hafa þegar birst í rússneskum tímaritum og fleiri eru væntanlegar en skemmtilegast væri þó að […]

Fjölbreyttar MA ritgerðir frá liðnu ári Read More »

Og hvur sá Ás, sem ata þeir í kvæði

Myth and „Nation Building“ er titill á ráðstefnu sem Sorbonne-háskólinn og Grundtvig-lærdómssetrið í Árósum standa að í París 26. til 27. janúar næstkomandi. Þar mun hátt í tugur fræðimanna og -kvenna fjalla um hlutverk norrænna heiðinna goðsagna í þróun evrópskra þjóðríkja á nítjándu öld. Það kemur í minn hlut að fjalla um Ísland í þessu

Og hvur sá Ás, sem ata þeir í kvæði Read More »

Fræðirit um þjóðskáld og þjóðardýrlinga

National Poets, Cultural Saints: Canonization and Commemorative Cults of Writers in Europe er titill á nýju fræðiriti sem við Marijan Dović höfum unnið að í sameiningu undanfarin ár. Hér fjöllum við um helgifestu menningarlegra þjóðardýrlinga í Evrópu og beinum sérstaklega sjónum að þjóðskáldum. Að nokkru leyti er bókin framhald þeirra rannsókna sem báru fyrst ávöxt

Fræðirit um þjóðskáld og þjóðardýrlinga Read More »

Endalok bókmenntafræðinnar?

Meintur dauði íslenskrar nútímabókmenntafræði er viðfangsefni greinaraðar sem ég birti á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs, á þriðjudögum núna í desember. Fyrsta greinin, sem bar titilinn „Blómatími bókmenntafræðinnar“ og samanstóð af tilvísunum í 42 fræðibækur og ritgerðir, var óbeint viðbragð við útvarpsviðtali Eiríks Guðmundssonar við Gunnar Þorra Pétursson í Víðsjá sem flutt var í byrjun þessa árs. Önnur greinin bar

Endalok bókmenntafræðinnar? Read More »

Sannsagan og Enid Blyton

Á morgni 16. nóvember árið 1907 uppgötvuðu Reykvíkingar að framinn hafði verið sérkennilegur glæpur í bænum. Glæpur er þó kannski of dramatískt orð, hann var ekki blóðugri en svo að hann gæti hentað í ‘dularfulla’ sögu eftir nafntogaðan breskan barnabókahöfund. Ég fjalla um þetta mál og fleiri sem tengjast arfleifð Jónasar Hallgrímssonar í bók okkar Marijan

Sannsagan og Enid Blyton Read More »

Burðarvirki íslenskrar nútímamenningar

Ellefta bindi Sögu Íslands er komið út í ritstjórn Péturs Hrafns Árnasonar og Sigurðar Líndal.  Viðamesti hluti verksins (s. 1-260) er sagnfræðilegur kafli Péturs um tímabilið 1919-2009 en að auki er þarna að finna kafla eftir Sigurð um sögu réttafars í landinu (s. 261-316) og kafla minn um menningarsögu Íslands á síðustu öld (s. 317-412). Síðastnefndi

Burðarvirki íslenskrar nútímamenningar Read More »

Teiknimyndasaga byggð á Vafþrúðnismálum

Hvað mælti Óðinn? er titill á teiknimyndasögu sem við Bjarni Hinriksson höfum unnið að síðasta aldarfjórðunginn. Sagan er nú komin út undir merkjum Gisp! en Froskur útgáfa annast dreifinguna. Verkið er frjálsleg endursköpun á eddukvæðinu Vafþrúðnismálum, einu elsta og vanmetnasta snilldarverki íslenskrar bókmenntasögu. Kvæðið lýsir háskalegri fróðleikskeppni Óðins og jötunsins Vafþrúðnis en birtir um leið heimsmynd

Teiknimyndasaga byggð á Vafþrúðnismálum Read More »

Sjónhverfingar í Gerðubergi

Sjónhverfingar er titill á ritþingi um Sjón sem haldið verður í Gerðubergi núna á laugardaginn, 22. október, frá kl. 14.00 til 16.30. Stjórnandi er Gunnþórunn Guðmundsdóttir en við Guðni Elísson erum í hlutverki spyrla. Tónlist flytur Ásgerður Júníusdóttir, mezzosópran og Tinna Þorsteinsdóttir leikur með á píanó. Ætlunin er að fara vítt og breitt yfir feril skáldsins

Sjónhverfingar í Gerðubergi Read More »

Stór áfangi í vinnu við Wikisögu

Eins og fram kom í nýlegri frétt á vef Árnastofnunnar heldur gagnagrunnurinn Wikisaga: Lýsandi heimildaskrá Eglu og Njálu, áfram að stækka og dafna. Í sumar hafa þrír framhaldsnemendur við Hugvísindasvið, þau Andri M. Kristjánsson, Barbora Davidkova og Ermenegilda Müller, starfað við verkefnið með styrk frá RANNÍS. Þau hafa bætt við heimildum um sögurnar tvær og skrifað

Stór áfangi í vinnu við Wikisögu Read More »