Uncategorized

Fyrstu skrif Elíasar Marar

„Þrautreyndur nýgræðingur: Fyrstu skrif Elíasar Marar“ er titill á grein sem ég birti í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Þar reyni ég að leiðrétta þá vanhugsuðu fullyrðingu, sem ég lét frá mér í grein í Ritinu fyrir áratug, að Elías hafi verið nýgræðingur á ritvellinum þegar hann birti fyrstu skáldsögu sína árið 1946. Í nýju greininni […]

Fyrstu skrif Elíasar Marar Read More »

Er hugtakið „íslensk menning“ að daga uppi?

„Náttröllið: Hugleiðing um óljós landamæri menningarlífsins“ er titill á grein sem ég birti nýverið á Hugrás: Vefriti Hugvísindasviðs. Það bendi ég meðal annars á að „stafræn tækni og veraldarvefurinn valda því að íslenskar menningarstofnanir eiga í vaxandi samkeppni við alþjóðlegar efnisveitur. Spotify, Amazon og YouTube eru orðnar veigamiklir bakjarlar (e.patrons) í burðarvirki íslenskrar nútímamenningar. Nú

Er hugtakið „íslensk menning“ að daga uppi? Read More »

Ráðstefna um fjölkerfafræði í Reykholti

International Society for Polysystem Studies (Alþjóðasamtök um fjölkerfafræði) standa fyrir sinni fyrstu ráðstefnu í Reykholti 28. til 29. júní næstkomandi. Fjölkerfafræðin, sem var þróuð af ísraelska bókmenntafræðingnum Itamar Even-Zohars á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, kortleggur með hvaða hætti bókmenntakerfi samfélaga tengjast öðrum kerfum innan samfélagsins og með hvaða hætti ólík bókmenntakerfi skarast. Skrif Even-Zohars

Ráðstefna um fjölkerfafræði í Reykholti Read More »

Endurritarinn Snorri

Málstofa um höfundarverk Snorra Sturlusonar og viðtökur verka hans verður í Reykholti annan dag hvítasunnu, mánudaginn 16. maí, kl. 10-16. Málstofan, sem er öllum opin, er samstarfsverkefni Snorrastofu og rannsóknarverkefnis Cultivation of National and Intra-National Heroes sem við Simon Halink höfum verið að vinna að í vetur. Simon, Bergur Þorgeirrson og Tim Machan munu ræða

Endurritarinn Snorri Read More »

Smásögur heimsins: Útgáfuhátíð 26. apríl

Fyrsta bindið af Smásögum heimsins er komið í búðir. Hugmyndin er að koma út einu bindi á ári í fimm ár. Að þessu er upprunalandið Norður-Ameríka, á næsta ári Rómanska-Ameríka, síðar koma Evrópa, Afríka, Asía og Eyjaálfa. Í ritstjórn erum við Rúnar Helgi Vignisson og Kristín Guðrún Jónsdóttir. Þýðendur þessa bindis eru auk okkar Rúnars, þau

Smásögur heimsins: Útgáfuhátíð 26. apríl Read More »

Japönsk menning séð með íslenskum augum

„Haiku, Kurosawa, Murakami Haruki: gendai aisulando no nihon bunka juyo“ [Hækur, Kurosawa og Haruki Murakami: Japönsk menning séð með íslenskum augum] er titill greinar eftir mig sem birtist nýlega í ritinu Aisulando, Gurinlando, Hokkyoku wo Shirutame no Rokuju-go Sho [Safnrit 65 kafla sem auka þekkingu þína á Íslandi, Grænlandi og Norðurheimsskautinu] (Tokyo: Akashi shoten, 2016).

Japönsk menning séð með íslenskum augum Read More »

Hallgerður, Hjördís og Hedda Gabler

„Þegar Ibsen tók Hallgerði í gíslingu“ er titill á grein sem ég birti á vettvangi Hugrásar í dag. Greinin birtist jafnhliða í Fréttablaðinu og visir.is sem hluti af samstarfi þessara tveggja miðla. Í greininni varpa ég ljósi á það hvernig norska leikritaskáldið Henrik Ibsen vann úr íslenskum fornsögum þegar hann skrifaði handrit að leikritinu Víkingarnir á Hálogalandi (Hærmendene

Hallgerður, Hjördís og Hedda Gabler Read More »

Listasmiðurinn Eiríkur Laxdal

„Margt smátt ….“ er yfirskrift málstofu sem ég tek þátt í á Hugvísindaþingi föstudaginn 11. mars kl. 15.15-17.15 í stofu 220 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þar verða kannaðir snertifletir smásögunnar við aðrar skyldar bókmenntagreinar, svo sem örsögur, þjóðsögur, nóvellur og skáldsögur. Rúnar Helgi Vignisson fjallar um breytileg birtingarform smásagna, Ástráður Eysteinsson ræðir um sagnaheim Franz

Listasmiðurinn Eiríkur Laxdal Read More »

Njála á (sv)iði

Aðstandendur Njáluuppfærslu Borgarleikhússins hafa beðið mig um taka þátt í upphitun fyrir sýningarnar 6. janúar og 7. janúar næstkomandi með því að flytja stuttan fyrirlestur í anddyrinu kl. 19.10 báða daga. Ég hyggst ræða stuttlega eldri leikgerðir á Njáls sögu, þar á meðal einþáttung Gordons Bottomley The Riding to Lithend, harmleik Thit Jensen Nial den Vise og Mörð

Njála á (sv)iði Read More »