Uncategorized

Spjallað um Nínu og módelin hennar

Sunnudaginn 29. nóvember spjallaði ég við gesti Listasafns Íslands um mannamyndir sem eru á sýningunni Nína Tryggvadóttir -Ljóðvarp. Ég lagði höfuðáherslu á einstaklinga sem sátu við gestaborð Erlendar í Unuhúsi á fjórða og fimmta áratugnum, en þar söfnuðust helstu menningarforkólfar síðustu aldar saman og ræddu um listir, heimspeki, bókmenntir og stöðu heimsmálanna. Meðal gesta í […]

Spjallað um Nínu og módelin hennar Read More »

Einu sinni var stúlka á bæ; hún var selmatselja

„Frásagnarammar, prjónaskapur og þjóðsögur“ er titill á stuttri grein sem ég birti nýlega á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs. Viðfangsefnið eru þrjár þjóðsögur úr safni Jóns Árnarsonar þar sem ein persóna segir annarri þjóðsögu. Athyglisverðasta dæmið er úr þjóðsögunni „Selmatseljan“ en hún tilheyrir flokki sagna sem lýsa ástum huldumanns (ljúflings) og konu úr mannheimum. Ein þjóðsaga er þar

Einu sinni var stúlka á bæ; hún var selmatselja Read More »

ERNiE: Alfræði rómantískrar þjóðernisstefnu

Eitt af mörgum stórmerkum verkefnum hollenska fræðimannsins Joep Leerssens og samstarfsmanna hans í SPIN (Study Platform on Interlocking Nationalisms) er ERNiE (Encyclopedia of Romantic Nationalism in Europe), það er alfræðirit rómantískrar þjóðernisstefnu í Evrópu. Lokaafurðin verður útgefið rit í nokkrum bindum en nýlega var vefútgáfa þess opnuð almenningi. Hópur íslenskra fræðimanna hefur skrifað færslur fyrir

ERNiE: Alfræði rómantískrar þjóðernisstefnu Read More »

Postular minninganna

„Modern Postulators of Jónas Hallgrímsson’s Cultural Memory“ er titill á fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnunni Canonization of “Cultural Saints”: Commemorative Cults of Artists and Nation-Building in Europe föstudaginn 30. október næstkomandi. Þetta er þriggja daga ráðstefna sem skipulögð er af slóvensku bókmenntafræðistofnuninni (ZRC SAZU) and hollensku rannsóknarstofnunni SPIN (Study Platform of Interlocking Nationalisms) en þarna

Postular minninganna Read More »

Kundera, Barnes og minnisfræði

„Ridiculous Immortality“ („Hlálegi ódauðleikinn“) er titill á erindi sem ég hyggst flytja á málþingi um Milan Kundera sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands efna til laugardaginn 24. október kl. 14.00 í stofu 101 í Odda. Ætlunin er að rekja saman staka þræði úr skáldsögunum Ódauðleikinn (1990) eftir Kundera og Páfagaukur Flauberts

Kundera, Barnes og minnisfræði Read More »

Skáldskaparfræði, speglar og miðaldir

„Skáldskaparfræði, speglar og miðaldir“ er titill á grein sem ég hef nú birt á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands en þar ræði ég um rannsóknir nokkurra fræðimanna sem hafa afhjúpað skáldskaparfræði íslenskra miðaldabókmennta og haft veruleg áhrif á mínar eigin rannsóknir. Greinin er að stofni til hluti af erindi sem ég flutti árið 2010 á

Skáldskaparfræði, speglar og miðaldir Read More »

Þjóðardýrlingurinn Guðríður

Sigríður Helga Þorsteinsdóttir birtir athyglisverða fræðigrein um Guðríði Þorbjarnardóttur í greinasafninu Menningararfur á Íslandi sem er nýkomið út hjá Háskólaútgáfunni undir ritstjórn Ólafs Rastricks og Valdimars Tr. Hafstein. Greinina kallar Sigríður Helga „Þjóðardýrlingur heldur til Rómar: Hagnýting Guðríðar Þorbjarnardóttur 1980-2011“ en hún er byggð á MA-ritgerðinni „Biskipamóðir í páfagarði“ frá 2013. MA-ritgerðin var skrifuð undir

Þjóðardýrlingurinn Guðríður Read More »

Hrunið, þið munið

Áhugahópur um rannsóknir á bankahruninu 2008, orsökum þess og eftirstöðvum, stendur þriðjudaginn 6. október fyrir opinni málstofu í stofu 301 í Árnagarði, Háskóla Íslands. Þar munu fjórir nemendur við skólann kynna rannsóknir sínar á þessu viðamikla viðfangsefni. Fyrirlesarar eru Þórhildur Ólafsdóttir, sem leitar skýringa á því að heilsa virðist að mörgu leyti batna í efnahagskreppum,

Hrunið, þið munið Read More »

ORÐSTÍR: Viðurkenning til þýðenda

Erik Skyum-Nielsen og Catherine Eyjólfsson hafa aukið orðstír íslenskra bókmennta í Frakklandi og Danmörku á liðnum árum og áratugum með þýðingum sínum. Þau tóku við nýrri heiðursviðurkenningu, ORÐSTÍR; sem ætluð er þýðendum íslenskra bókmennta, á Bessastöðum fimmtudaginn 10. september og tóku svo þátt í pallborðsumræðum ásamt Bergsveini Birgissyni og Auðu Övu Ólafsdóttur í Norræna húsinu daginn eftir. Að

ORÐSTÍR: Viðurkenning til þýðenda Read More »

Athyglisverðar lokaritgerðir

Þrír nemendur, sem ég hef leiðbeint, voru að ljúka við BA- eða MA-ritgerðir í vor og sumar. Guðrún Lára Pétursdóttir, nemandi í Almennri bókmenntafræði, skrifar í sinni MA-ritgerð, „Að segja satt og rétt frá“ um fagurfræði Braga Ólafssonar. Hún leggur þar megináherslu á að greina skáldsögurnar Hvíldardaga og Samkvæmisleiki. Eva-Maria Klumpp, nemandi í Íslensku sem öðru

Athyglisverðar lokaritgerðir Read More »