Árið 1241 var Snorri Sturluson tekinn af lífi á heimili sínu, Reykholti í Borgarfirði og herma sagnir að andlátsorð hans hafi verið „Eigi skal höggva“. Um sjö hundruð árum síðar var Guðmundur Kamban tekinn af lífi í matsal gistiheimilisins þar sem hann bjó í Kaupmannahöfn og herma sagnir að andlátsorð hans hafi verið: „Saa skyd. Jeg er ligeglad“. Laugardaginn 24. nóvember held ég fyrirlestur í Snorrastofu Reykholti sem ég nefni „Eigi skal höggva: Jeg er ligeglad. Lausbeislaðar hugleiðingar um fullveldið og karlveldið.“ Þar hyggst ég tilraun til að tengja saman dauða skáldanna við ártalið 1918 og skrif Sigurðar Nordals.