Dýra- og plöntufræði Þórðar Magnússonar

„Tvær djöfulsins dúfur, eins digrar og beljujúgur. Dýra- og plöntufræði Þórðar Magnússonar“ er titill á stuttri grein sem ég hef birt á bókmenntavefnum Subbuskapur og sóðabækur. Viðfangsefnið er fyrsta og eina ljóðabók Þórðar Magnússonar sem út komi árið 1994, tæpum 30 árum eftir andlát höfundarins. Útgáfan var í höndum frænda Þórðar, Gylfa Gíslasonar myndlistarmanns, og fór ekki mjög hátt. Enda þótt ekki sé um að ræða verk sem markar tímamót í bókmenntasögunni þá býr skáldið yfir persónulegri rödd og athyglisverðu sjónarhorni á veröldina.