Glæpasögur og einkavæðing

Glæpasagnahöfundurinn Þráinn Bertelsson og einkavæðing bankanna“ er titill á fyrirlestri sem við Ásgeir Brynjar Torfason fluttum í fyrirlestraröð á vegum Vigdísarstofnunnar 23. mars. Spennusagan Dauðans óvissi tími (2004) eftir Þráinn kom út tæpum fjórum árum fyrir gjaldþrot íslensku bankanna 2008 en er samt sem áður eitt af brautryðjendaverkum íslenskra hrunbókmennta. Þarna fléttast tvær frásagnir saman. Annars vegar segir af kaupsýslumanninum Haraldi Rúrikssyni sem kaupir Þjóðbanka Íslands eftir að hafa auðgast af rekstri og sölu bruggverksmiðju í Rússlandi. Hins vegar segir af æskuvinunum Þorgeiri Hákonarsyni og Þormóði Bjarnasyni sem ræna útibú Þjóðbankans við Vesturgötu og skjóta til bana aldraðan sjónarvott að ráninu. Í fyrirlestrinum verður sagan sett í samband við önnur verk Þráins og sögulega viðburði útrásartímans. Ljóst er tilgangur Þráins með því að skrifa söguna var pólitískur og beindist m.a. að þeirri einkavæðingu ríkiseigna sem er einn af hornsteinunum í stefnu nýfrjálshyggjunnar.