Nýlega kom út hjá De Gruyter ritið Handbook of Pre-Modern Nordic Memory Studies í ritstjórn Jürg Glauser, Pernille Hermann og Stephen A. Mitchell. Þau hafa á liðnum árum verið í fararbroddi fræðimanna sem beitt hafa aðferðum minnisfræða í rannsóknum á norrænum fornbókmenntum. Hafa þau meðal annars haldið úti vefsíðu um þetta efni og staðið fyrir vinnufundum, málstofum og ráðstefnum. Ég tók þátt í einum þessara viðburða, ráðstefnunni Nature, Landscape, and Place: Memory Studies in the Nordic Middle Ages sem fram fór í Uppsala á liðnu ári. Ég á líka eina grein í þessari nýju bók. Hún ber titilinn „Popular Culture“, og fjallar um fornbókmenntir, dægurmenningu og minnisfræði.