Njáls saga hefur orðið fjölmörgum leikskáldum innblástur en í flestum tilvikum er um að ræða aðlögun á afmörkuðum þáttum verksins. Er útkoman afar misjöfn að gæðum, líkt og ég hef rakið í bók minni Höfundar Njálu. Í fyrirlestri sem ég flyt á sögusetrinu á Hvollsvelli sunnudaginn 6. apríl hyggst ræða nokkur þeirra erlendu verka sem byggaja á sögunni, þeirra á meðal Víkingana frá Hálogalandi eftir Henrik Ibsen. Þar er að finna stolta kvenhetju, Hjördísi að nafni, sem líkist bæði Hallgerði langbrók og Guðrúnu Ósvífursdóttur og vísar jafnframt fram á veginn til Heddu Gabler. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.00 og er öllum opinn.