„Þegar Ibsen tók Hallgerði í gíslingu“ er titill á grein sem ég birti á vettvangi Hugrásar í dag. Greinin birtist jafnhliða í Fréttablaðinu og visir.is sem hluti af samstarfi þessara tveggja miðla. Í greininni varpa ég ljósi á það hvernig norska leikritaskáldið Henrik Ibsen vann úr íslenskum fornsögum þegar hann skrifaði handrit að leikritinu Víkingarnir á Hálogalandi (Hærmendene paa Helgeland) árið 1858. Í lok greinarinnar rifja ég upp að ýmsir fræðimenn hafa bent á að ein aðalpersóna verksins, kvenskörungurinn Hjördís, á ýmislegt sameiginlegt með titilpersónu eins þekktasta leikrits Ibsens, Heddu Gabler. Greinin er óbeint framhald af annarri grein, „Njála á (sv)iði„, sem ég birti á Hugrás skömmu eftir áramót.