Í dag var vefnámskeiðið Icelandic Online 5 opnað almenningi. Um er að ræða kennsluefni í íslensku sem öðru máli fyrir lengra komna og er áhersla lögð á menningarlæsi og orðaforða. Við Olga Holownia og Daisy L. Neijmann höfum ritstýrt efninu en um tæknilega hlið verkefnisins hafa þau Olga og Mark Berge séð. Verkefnið er unnið með styrk frá Nordplus og Kennslumálasjóði Háskóla Íslands, Ríkisútvarpið og Ljósmyndasafn Reykjavíkur hafa lagt verkefninu lið en beinir aðilar að því eru m.a. Íslensku- og menningardeild, Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, Stofnun Árna Magnússonar, auk háskólastofnana í Noregi og Finnlandi.