„Haiku, Kurosawa, Murakami Haruki: gendai aisulando no nihon bunka juyo“ [Hækur, Kurosawa og Haruki Murakami: Japönsk menning séð með íslenskum augum] er titill greinar eftir mig sem birtist nýlega í ritinu Aisulando, Gurinlando, Hokkyoku wo Shirutame no Rokuju-go Sho [Safnrit 65 kafla sem auka þekkingu þína á Íslandi, Grænlandi og Norðurheimsskautinu] (Tokyo: Akashi shoten, 2016). Ritstjórar eru Minoru OZAWA, Teiko NAKAMARU and Minori TAKAHASHI en sá fyrstnefndi þýddi greinina af ensku yfir á japönsku. Þarna varpa ég meðal annars ljósi á hvernig japanskar bókmenntir hafa haft áhrif á frumsamin verk skálda á borð við Óskar Árna Óskarsson, Jón Hall Stefánsson og Sölva Björn Sigurðsson, en einnig ræði ég meint japönsk áhrif í íslenskri kvikmyndagerð. Í greininni kemur fram að bókaforlagið Bjartur hefur leikið stórt hlutverk í kynningu japanskra bókmennta á Íslandi á liðnum áratugum.