Aðstandendur Njáluuppfærslu Borgarleikhússins hafa beðið mig um taka þátt í upphitun fyrir sýningarnar 6. janúar og 7. janúar næstkomandi með því að flytja stuttan fyrirlestur í anddyrinu kl. 19.10 báða daga. Ég hyggst ræða stuttlega eldri leikgerðir á Njáls sögu, þar á meðal einþáttung Gordons Bottomley The Riding to Lithend, harmleik Thit Jensen Nial den Vise og Mörð Valgarðsson eftir Jóhann Sigurjónsson. Síðast en ekki síst langar mig að vekja athygli á þeim þætti leikritins Hærmændene paa Helgeland eftir Henrik Ibsen sem sækir innblástur til Njálu. Þess má geta að verkið í Borgarleikhúsinu hefur fengið frábæra dóma, en sú var ekki raunin með verk þeirra Bottomleys og Jensens. Af þessum eldri verkum er Hærmændene paa Helgeland eitt um að hafa náð verulegri útbreiðslu. PS. Ég hef nú birt hugleiðingar mínar um sýninguna og eldri leikgerðir í greininni „Njála á (sv)iði“ á Hugrás.