Tungumálanám og tölvutækni

Föstudaginn 7. febrúar stendur Samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis í samvinnu við Rannsóknarstofu í máltileinkun fyrir málstofu um notkun tölvutækni við tungumálanám. Meðal þeirra sem þar taka til máls eru Tuija Lehtonen og Juha Jalkanen, frá háskólanum í Jyväskylä, sem ræða um gagnvirka tungumálakennslu á Netinu og Hannes Högni Vilhjálmsson og Branislav Bedi sem […]

Tungumálanám og tölvutækni Read More »

Af-lýsing kreppunnar (De-scribing the Crisis)

De-scribing the Crisis: Narratives of Europe’s Present (sem mætti þýða sem Aflýsing kreppunnar eða jafnvel Afskriftir kreppunnar) er titill ráðstefnu sem Università Ca’ Foscari í Feneyjum stendur fyrir dagana 30.-31. janúar næstkomandi. Tíu fræðimenn munu þar ræða um hina efnahagslegu og pólitísku kreppu sem sett hefur mark sitt á Evrópu á undanförnum árum og ólíkar birtingarmyndir hennar

Af-lýsing kreppunnar (De-scribing the Crisis) Read More »

Spjallað um viðtökur íslenskra fornbókmennta

Gísli Sigurðsson og Ævar Kjartansson hafa undanfarnar vikur spjallað við fræðimenn á sviði íslenskra fornbókmennta á Rás 1. Þættirnir, sem bera titilinn Fornbókmenntirnar og við, eru frumfluttir á sunnudagsmorgnunum kl. 9.00 og endurfluttir bæði á mánudagskvöldum kl. 21.00 og fimmtudögum kl. 13.00. Síðasta sunnudag fékk ég að úttala mig um eigin rannsóknir og viðhorf til

Spjallað um viðtökur íslenskra fornbókmennta Read More »

Dreifður höfundarskapur Heimskringlu

„The Distributed Authorship of Heimskringla“ er titill á fyrirlestri sem ég mun halda við Rikkyo háskólann í Tokyo 25. nóvember næstkomandi á ráðstefnunni Old Icelandic Texts in Medieval Northern Europe. Meðal annarra þátttakenda eru Noriko Motone, Shiho Mizuno, Shinobu Wada, , Takahiro Narikawa, Sayaka Matsumoto og Tsukusu Jinn Itó. Hinn 29. nóvember mun ég einnig halda fyrirlestur við Kyoto háskólann sem ég

Dreifður höfundarskapur Heimskringlu Read More »

Bræðralög: Fagurfræði stjórnmálabaráttunnar

Hvernig leita íslenskir stjórnmálamenn í menningarlífið og menningarsöguna til að styðja við stefnumál sín og ímynd? Hver eru tengslin milli Jónasar Hallgrímssonar, Hannesar Hafsteins, Jónasar frá Hriflu, Einars Olgeirssonar, Sigurðar Nordals og Davíðs Oddssonar? Leitað verður svara við þessum spurningum á samræðu um fagurfræði íslenskrar stjórnmálabaráttu sem Sögufélag og Hannesarholt standa fyrir miðvikudaginn 20. nóvember

Bræðralög: Fagurfræði stjórnmálabaráttunnar Read More »

Hetjur taka hamskiptum. Námskeið á vormisseri 2014

Hvað á Óðinn í Vafþrúðnismálum sameiginlegt með Gandálfi í sögum Tolkiens? Hver eru tenglin á milli Fóstbræðra sögu og skáldsögunnar Gerplu eftir Halldór Laxness og loks sýningar Þjóðleikhússins á leikriti með sama nafni? Hvað á Þór í Þrymskviðu sameiginlegt með persónunni sem Chris Hemsworth leikur í kvikmyndunum Thor og Thor: The Dark World? Hver eru

Hetjur taka hamskiptum. Námskeið á vormisseri 2014 Read More »

Villtur í völundarhúsi Borgesar

Næstkomandi föstudag stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir málþinginu „Yfir saltan mar“ sem helgað er skáldskap argentínska skáldsins Jorge Luis Borges. Fyrir hlé munum við Hólmfríður Garðarsdóttir, Sigríður Á. Eiríksdóttir og Jón Hallur Stefánsson halda stutt erindi á íslensku um afmarkaða þætti í höfundarverki Borgesar en eftir hlé flytur Daniel Balderston, prófessor og

Villtur í völundarhúsi Borgesar Read More »

Ritfregn um Skugginn af sjálfum mér

„Loksins: Fyrsta íslenska grafíska skáldsagan“ er titill á stuttri ritfregn sem ég hef birt á Hugrás um grafísku skáldsöguna Skugginn af sjálfum mér eftir Bjarna Hinriksson. Líkt og titillinn gefur til kynna er um að ræða sjálfsævisögulegt verk og þó ekki, eins og Bjarni útskýrir vel í nýlegu útvarpsviðtali. Aðalpersónur sögunnar eru fráskilinn íslenskur teiknimyndasagnahöfundur, Kolbeinn

Ritfregn um Skugginn af sjálfum mér Read More »

Vofa Hitlers í TMM

„Vofa Hitlers“ er titillinn á greinarkorni sem ég birti í 3. hefti Tímarits Máls og menningar 2013 en það er nýkomið út. Þar er brugðið upp svipmyndum úr íslenskri bókmenntasögu vikuna 5. til 12. maí árið 1945 en meðal þeirra sem koma við þá sögu eru Sigurður Nordal, Elías Mar, Gunnar Gunnarsson, Steinn Steinarr, Nína

Vofa Hitlers í TMM Read More »