Stytturnar í miðbænum

Stytturnar í miðbæ Reykjavíkur eru viðfangsefni mitt í ríflega hálftíma löngum veffyrirlestri sem aðgengilegur er á Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs. Þar er rakið hvernig líkneski af nafngreindum einstaklingum röðuðust upp í höfuðstaðnum á árabilinu 1875 til 1975 en megináhersla er lögð á þær breytingar sem voru gerðar á skipulagi þeirra árið 1931. Fyrirlesturinn var upphaflega fluttur […]

Stytturnar í miðbænum Read More »

Dularfulla fánastangamálið

Að morgni 16. nóvember 1907, þegar menn hugðust draga upp blá-hvíta fána í tilefni af aldarafmæli Jónasar Hallgrímssonar, komust þeir að því að búið var að skera á bönd fjölmargra fánastanga í miðbæ Reykjavíkur. Í fyrirlestrinum „Dularfulla fánastangamálið. Átökin í kringum aldarminningu Jónasar Hallgrímssonar“, sem ég flyt á síðara Hugvísindaþingi 26. mars, verður þessi dularfulli „glæpur“

Dularfulla fánastangamálið Read More »

Nordal, Brecht og Pirandello

Haustið 1945 frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur leikritið Uppstigningu eftir H.H. en þeir upphafstafir vísuðu til einnar aukapersónu verksins, Hæstvirts höfundar. Í lok sýningartímans kom á daginn að á bak við þetta dulnefni stóð Sigurður Nordal (1886-1974), prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Í fyrirlestrinum „„Þú talar eins og bók“. Pirandello, Brecht og Nordal“ sem ég

Nordal, Brecht og Pirandello Read More »

Hvað er asesúlfam-K?

Geisladiskurinn Búum til börn með hljómsveitinni Moses Hightower er tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir framúrskarandi textasmíði. Af því tilefni birti ég á Hugrás, nýju vefriti Hugvísindasviðs, greinina Hvað er asesúlfam-K? um samband textasmiða hljómsveitarinnar, þeirra Andra Ólafssonar og Steingríms Karls Teague, við íslenska tungu. Niðurstaða þessa alvörulausa ritdóms er í stuttu máli sú að þeir

Hvað er asesúlfam-K? Read More »

Ritstuldur í íslenskum skáldskap

„Translating, Rewriting, Plagiarizing: Crisis of Authorship in Contemporary Icelandic Literature“ er titill á fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnunni Writing (in the) crisis: on the situation of Icelandic contemporary literature sem Háskólinn í Basel í Sviss stendur fyrir 3. til 5. mars næstkomandi. Í fyrirlestrinum hyggst ég ræða hvernig íslenskir höfundar á borð við Braga

Ritstuldur í íslenskum skáldskap Read More »

Miðnætursólborgarstjórinn

Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, á að baki fjölbreyttan feril sem skemmtikraftur, leikari og rithöfundur. Í tilefni af núverandi starfsskyldum Jóns sem borgarstjóri hef ég skrifað stutta grein, Miðnætursólborgarstjórinn, um eina af fyrstu bókum hans, skáldsöguna Miðnætursólborgin, en þar er dregin upp martaðarkennda mynd af Reykjavík framtíðarinnar. Greinin birtist á Hugrás, nýju vefriti Hugvísindasviðs.

Miðnætursólborgarstjórinn Read More »

Trúarleg minni í Vikivaka

„Dómsdagsmynd Gunnars Gunnarssonar,“ er titill greinar sem ég birti í nýútkomnu hausthefti Andvara 2010 en í henni er fjallað um trúarleg og persónuleg minni í skáldsögunni Vikivaka. Greinin er eins konar viðauki við grein sem ég birti Skírni vorið 2008 um Vikivaka sem sögusögn (e. metafiction) en að þessu sinni beinist athyglin að því hvernig höfundur vinnur

Trúarleg minni í Vikivaka Read More »

Sögusagnir og Snorra-Edda

„Sögusagnir: Sjónarhorn á íslenskar miðaldabókmenntir“  er titillinn á fyrirlestri sem ég flyt á málþinginu Staðlausir stafir í hátíðarsal Háskóla Íslands 4. desember næstkomandi. Málþing er haldið af Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum til heiðurs Helgu Kress, prófessors emeritus. Í fyrirlestrinum hyggst ég ræða um að hve miklu marki íslenskar miðaldabókmenntir fjalla um tungumálið, sína eigin tilurð,

Sögusagnir og Snorra-Edda Read More »

Minni, gleymska og norðurslóðir

Minni og gleymska á Norður Atlantshafi (Memory and Forgetting in the North Atlantic) er yfirskrift vinnustofu fyrir doktorsnema sem Deildir menningar- og listfræði við Kaupmannahafnarháskóla og Deild evrópskrar menningarfræða við Háskólann í Hróarskeldu standa fyrir 23. nóvember næstkomandi. Meðal fyrirlesara þennan dag eru Joep Leerssen, Marianna Ping Huang, Kim Simonsen og við Sumarliði Ísleifsson. Fyrirlestur minn fjallar

Minni, gleymska og norðurslóðir Read More »

Kapphlaupið milli Bjarna og Jónasar

„Bjarni eða Jónas? Kanónísering þjóðskálds á 19. öld,“ er titillinn á erindi sem ég flyt á Jónasarvöku í Þjóðmenningarhúsinu 16. nóvember kl. 17.15. Hugmyndin er kanna þann núning sem var á milli aðdáenda Bjarna Thorarensen og Jónasar Hallgrímssonar á árabilinu 1880-1900 um það hvor ætti frekar skilið að bera lárviðarsveig þjóðskáldsins. Bogi Melsteð hélt minningu Bjarna

Kapphlaupið milli Bjarna og Jónasar Read More »