Andlit á glugga komin út

Andlit á glugga er safn íslenskra þjóðsagna og ævintýra með nútímastafsetningu og ítarlegum orðskýringum, sem við Romina Werth höfum annast útgáfu á. Bókin hefur að geyma sextíu sögur þar sem lýst er ástum og grimmum örlögum, heimsku og útsjónarsemi, hugrekki og hryllingi. Sögunum er fylgt úr hlaði með fróðlegum inngangi og milliköflum Rominu þar sem varpað […]

Andlit á glugga komin út Read More »

Glæpasögur og einkavæðing

„Glæpasagnahöfundurinn Þráinn Bertelsson og einkavæðing bankanna“ er titill á fyrirlestri sem við Ásgeir Brynjar Torfason fluttum í fyrirlestraröð á vegum Vigdísarstofnunnar 23. mars. Spennusagan Dauðans óvissi tími (2004) eftir Þráinn kom út tæpum fjórum árum fyrir gjaldþrot íslensku bankanna 2008 en er samt sem áður eitt af brautryðjendaverkum íslenskra hrunbókmennta. Þarna fléttast tvær frásagnir saman.

Glæpasögur og einkavæðing Read More »

Lokabindi Smásagna heimsins

Smásögur heimsins: Evrópa er komið út. Um er að ræða fimmta og síðasta bindi útgáfuraðar sem hóf göngu sína árið 2016. Við Rúnar Helgi Vignisson og Kristín Guðrún Jónsdóttir höfum ritstýrt öllum bindunum en frumkvæðið átti Rúnar Helgi um og eftir síðustu aldamót. Hann er enda aðalritstjóri verksins og hefur meðal annars ferðast víða um

Lokabindi Smásagna heimsins Read More »

Málstofa um stílmælingar á Hugvísindaþingi

„Fingraför fornra höfunda“ er yfirskrift málstofu sem ég tek þátt í á Hugvísindaþingi sem verður sent út með rafrænum hætti daganna 18. og 19. september næstkomandi (nákvæm tímasetning kemur síðar). Að málstofunni stendur rannsóknarhópur sem nýtt hefur sér stílmælingar og fleiri aðferðir til að varpa ljósi á margbrotinn höfundarskap fornsagna og rímna. Munu framsögumenn kynna

Málstofa um stílmælingar á Hugvísindaþingi Read More »

Orðspor Williams Faulkners á Íslandi

Fimmtudaginn 27. ágúst varði Haukur Ingvarsson með glans doktorsritgerð í íslenskum bókmenntum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist „Orðspor Williams Faulkners á Íslandi 1930–1960“. Þar er leitað svara við því hvernig nafn  Williams Faulkners varð til og þróaðist á íslenskum menningarvettvangi frá því að það bar fyrst á góma í íslenskum prentmiðli 1933

Orðspor Williams Faulkners á Íslandi Read More »

Með Vínland á heilanum

From Iceland to the Americas. Vinland and historical imagination er titill á nýju greinasafni sem við Tim William Machan, prófessor við Notre Dame háskólann í Bandaríkjunum ritstýrum saman. Útgefandi er University of Manchester Press en bókin kemur þar út í ritröðinni  Manchester Medieval Literature and Culture.  Greinasafnið er ávöxtur af fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni þar sem markmiðið

Með Vínland á heilanum Read More »

Rafræn útgáfa af Hetjunni og höfundinum

Fyrir liðlega 20 árum sendi ég frá mér mína fyrstu fræðibók, Hetjuna og höfundinn, en hún fjallar um viðhorf íslensku þjóðarinnar til Íslendingasagna, einkum vaxandi áhuga fólks á Njáls sögu sem listaverki mikilhæfs en óþekkts höfundar. Bókin var gefin út undir merkjum Heimskringlu, háskólaforlagi Máls og menningar og hefur verið fáanleg í bókabúðum og á

Rafræn útgáfa af Hetjunni og höfundinum Read More »

Misserisdvöl í Victoria í Kanada

Á haustmisseri verð ég gestakennari  við University of Victoria á Vancouver Island í Kanada. Þar mun ég kenna eitt námskeið um viðtökur Íslendingasagna og eddukvæða en einnig flytja þrjá opinbera fyrirlestra í Victoria sem verða opnir almenningi. “Henrik Ibsen and the Icelandic Sagas” er titill á erindi sem ég flyt 22. september, “The Questionable Authorship

Misserisdvöl í Victoria í Kanada Read More »