Rafræn útgáfa The Rewriting of Njáls Saga

Fyrir réttum 20 árum kom bók mín The Rewriting of Njáls Saga út hjá breska forlaginu Multilingual Matters. Hún byggir á samnefndri doktorsritgerð í samanburðarbókmenntum sem ég varði við The University of Massachusetts árið 1995. Þarna er fjallað um sex ólíkar þýðingar/endurritanir Njáls sögu sem út komu í Bretlandi 1861, Noregi 1871, Bandaríkjunum 1905, Danmörku […]

Rafræn útgáfa The Rewriting of Njáls Saga Read More »

Great Immortality: greinasafn um þjóðardýrlinga

Great Immortality: Studies on European Cultural Sainthood er titill á nýútkomnu greinasafni sem við Marijan Dović ritstýrum en útgefandi er Brill. Þar er að finna umfjöllun tuttugu höfunda um fjölbreytilegt framhaldslíf evrópskra listamanna, einkum þjóðskálda, í menningarlegu minni og pólitísku lífi innan einstakra ríkja. Bókin er óbeint framhald af bók okkar Marijans, National Poets, Cultural

Great Immortality: greinasafn um þjóðardýrlinga Read More »

Víkingurinn með róðukrossinn

„Víkingurinn með róðukrossinn“ er titill greinar sem ég birti í 2, hefti Tímarits Máls og menningar 2019 sem er nýútkomið. Kveikja greinarinnar er bandaríska kvikmyndin The Viking (1928) í leikstjórn Roy William Neill. Um er að ræða frjálslega aðlögun á skáldsögunni, The Thrall of Leif the Lucky (1902), eftir bandarísku skáldkonuna Ottilie A. Liljencrantz sem

Víkingurinn með róðukrossinn Read More »

Norræn goð í myndasögum, kvikmyndum og þungarokki

 „Nordic Gods and Popular Culture,“ er titill á viðamikilli grein sem ég birti í í einu bindi bókaflokksins The Pre-Christian Religions of the North (PCRN) sem Brepols gaf út skömmu fyrir áramótin. Þarna fjalla ég um myndasögur, þungarokk og kvikmyndir þar sem trúarlíf og goðsögur forfeðra okkar eru í brennidepli. Þetta er seinna bindi af tveimur

Norræn goð í myndasögum, kvikmyndum og þungarokki Read More »

Grein um dægurmenningu og menningarminni

Nýlega kom út hjá De Gruyter ritið Handbook of Pre-Modern Nordic Memory Studies í ritstjórn Jürg Glauser, Pernille Hermann og Stephen A. Mitchell. Þau hafa á liðnum árum verið í fararbroddi fræðimanna sem beitt hafa aðferðum minnisfræða í rannsóknum á norrænum fornbókmenntum.  Hafa þau meðal annars haldið úti vefsíðu um þetta efni og staðið fyrir vinnufundum, málstofum

Grein um dægurmenningu og menningarminni Read More »

Dráp Kambans og Snorra

Árið 1241 var Snorri Sturluson tekinn af lífi á heimili sínu, Reykholti í Borgarfirði og herma sagnir að andlátsorð hans hafi verið „Eigi skal höggva“. Um sjö hundruð árum síðar var Guðmundur Kamban tekinn af lífi í matsal gistiheimilisins þar sem hann bjó í Kaupmannahöfn og herma sagnir að andlátsorð hans hafi verið: „Saa skyd.

Dráp Kambans og Snorra Read More »

Hin hliðin á þjóðskáldinu

Jónas Hallgrímsson: Hin hliðin er titill á málþingi sem Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar efnir til um heilsufar Jónasar Hallgrímssonar og „hina hliðina“ á þjóðskáldinu. Þingið fer fram laugardaginn 17. nóvember í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu klukkan 10.00.-13.00. Fyrirlesarar, auk mín, eru Dagný Kristjánsdóttir, Óttar Guðmundsson, Torfi Tulinius og Páll Valsson. Ætlunin er að taka til umfjöllunar líf,

Hin hliðin á þjóðskáldinu Read More »