Þjóðardýrlingar í Katalóníu

Dagana 7.-9. september var ég gestakennari við Universitat Oberta de Catalunya í Barcelona og ræddi þar um minnisfræði og mennningarlega þjóðardýrlinga. Gestgjafi minn var Jaume Subirana, dósent í bókmenntum við skólann, en kynni okkar hófust þannig að hann þýddi grein eftir mig yfir á katalónsku. Ber hún titilinn „El paper dels sants culturals en els […]

Þjóðardýrlingar í Katalóníu Read More »

Víkingakvikmyndir í útvarpinu

„Í dæmigerðri víkingamynd er víkingurinn árásargjarn berserkur –villimannleg andstæða siðmenningarinnar sem fer um með báli og brandi, rænandi og ruplandi, hneppir fólk í ánauð, nauðgar og drepur.“ Svo lýsir Kevin J. Harty þeirri mynd sem oftast er brugðið upp af norrænum miðaldamönnum á hvíta tjaldinu. Í tveimur þáttum sem verða á dagskrá Rásar 1 sunnudagana

Víkingakvikmyndir í útvarpinu Read More »

Leifur heppni á hvíta tjaldinu

Bókmennta- og listfræðastofnun efndi til alþjóðlegrar ráðstefnu, „Translation: The Language of Literature“, dagana 12. og 13. júní þar sem viðfangsefnin voru þýðingafræði, bókmenntaþýðingar og menningartengsl. Átján fræðimenn frá sjö háskólum fluttu erindi á ráðstefnunni en meðal viðfangsefna voru höfundar á borð við James Joyce, Jorge Luis Borges, William Faulkner og Sylvia Plath. Erindið sem ég flutti

Leifur heppni á hvíta tjaldinu Read More »

Ímyndarvandi þjóðarpúkans

„Ímyndarvandi þjóðarpúkans“ er titill á grein sem við Guðmundur Hálfdanarson birtum í nýju hefti Skírnis. Greinin snýst um bók Kristjáns Jóhanns Jónssonar, Grímur Thomsen. Þjóðernis, skáldskapur, þversagnir og vald, sem út kom á vegum Bókmennta- og listfræðastofnun Háskólans og Háskólaútgáfunni á liðnu ári. Í niðurlagi segir meðal annars: „greining Kristjáns Jóhanns Jónssonar á lífshlaupi Gríms Thomsen,

Ímyndarvandi þjóðarpúkans Read More »

Herra Þráinn (Mr. Wanna B.)

Þriðja og síðasta hefti tímaritraðarinnar 1005 kemur út sunnudaginn 10. maí næstkomandi. 1005 samanstendur af sjö sjálfstæðum verkum að þessu sinni en þau eru: Eftirherman eftir Thomas Bernhard í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar, Fæðingarborgin í útgáfu Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur, Blindur hestur eftir Eirík Guðmundsson, Jarðvist eftir Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur, Fundur útvarpsráðs 14. mars 1984 og

Herra Þráinn (Mr. Wanna B.) Read More »

Wagner og víkingametal

„From Wagner to Viking Metal“ er titill á fyrirlestri sem ég flyt við Humboldt-Universität í Berlín miðvikudaginn 22. apríl næstkomandi. Þar hyggst ég ræða um endurtekin þemu í  textagerð valdra víkinga-metal hljómsveita (þar á meðal einnar frá Mexíkó) og tengja þau útbreiddum hugmyndum í dægurmenningu 20. aldar um Valhöll sem paradís heiðinna manna. Einnig hyggst ég

Wagner og víkingametal Read More »

Mánasteinn, Munch og ExpresSJÓNisminn

„Mánastein, Munch og expresSJÓNisminn“ er titill á fróðlegri og skemmtilegri grein sem fyrrum nemandi minn, Ana Stanićević, birtir í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar (76/1, 2015). Þar er skáldsagan Mánasteinn eftir Sjón greind með hliðsjón af fagurfræði expressjónískra málverka, ekki síst verka norska málarans Edvards Munch. Greinin byggir á hluta af B.A. ritgerð höfundar í

Mánasteinn, Munch og ExpresSJÓNisminn Read More »

Rabbað um hagnýt verkefni í kennslu

Kennslunefnd Hugvísindasviðs heldur í marsmánuði þrjá rabbfundi um kennslu. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir umræðu um bætta kennslu og kennslumenningu innan deilda sviðsins. Fundirnir verða í hádeginu miðvikudagana 11., 18. og 25. mars. Við Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda ríðum á vaðið núna á miðvikudaginn. Í mínu spjalli hyggst

Rabbað um hagnýt verkefni í kennslu Read More »

Vandinn við minnið

The Trouble with Memory III (Vandinn við minnið III) er titill á ráðstefnu (þeirri þriðju í röðinni) sem írsk-íslenska rannsóknanetið í minnisfræðum mun standa fyrir í tengslum við Hugvísindaþing í Háskóla Íslands, 13.-14. mars næstkomandi. Á ráðstefnunni verða fluttir rúmlega 20 fyrirlestrar sem tengjast írskum og/eða íslenskum viðfangsefnum. Fyrirlestur minn á þinginu, „Saints of Poetry: More than just a

Vandinn við minnið Read More »