Fyrir réttum 20 árum kom bók mín The Rewriting of Njáls Saga út hjá breska forlaginu Multilingual Matters. Hún byggir á samnefndri doktorsritgerð í samanburðarbókmenntum sem ég varði við The University of Massachusetts árið 1995. Þarna er fjallað um sex ólíkar þýðingar/endurritanir Njáls sögu sem út komu í Bretlandi 1861, Noregi 1871, Bandaríkjunum 1905, Danmörku 1943 og á Íslandi á árunum 1944 og 1945. Bókin er uppseld hjá útgefanda en í tilefni þessara tímamóta fór ég þess á leit við Multilingual Matters að gefa hana út í rafrænu formi. Þeirri beiðni var vel tekið og er bókin í heild sinni nú aðgengileg á vefnum academia.edu. Fáeinir dómar bárust um verkið á sínum tíma en tilvisun til þeirra og enska lýsingu á innihaldinu má finna hér.