Dagana 20. maí til 10. júní 2010 nýt ég starfsaðstöðu við Rannsóknarstofnun slóvenskra bókmennta og bókmenntafræða vegna sameiginlegs rannsóknarverkefnis hennar og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands sem fengið hefur heitið Cultural Saints of the European Nation States. Í fyrsta áfanga beinast rannsóknirnar að Jónasi Hallgrímssyni (1807-1845) og slóvenska skáldinu France Prešeren (1800-1849) en þeir eiga ýmislegt sameiginlegt, bæði sem skáld og þjóðardýrlingar. Slóvensku fræðimennirnir Marko Juvan og Marijan Dović heimsækja Ísland í tengslum við þetta verkefni en auk mín mun Sveinn Yngvi Egilsson dvelja í Ljúbljana á árinu. Í haust kennum við Sveinn Yngvi námskeið á M.A. stigi í íslensku sem nefnist Þjóðardýrlingar og verður Marko Juvan þar meðal fyrirlesara.