Jón Karl Helgason and Marijan Dović (ritstj.). Great Immortality: Studies on European Cultural Sainthood. National Cultivation of Culture 18. Leiden: Brill, 2019.
Series:
Í þessu greinasafni er að finna umfjöllun tuttugu höfunda um fjölbreytilegt framhaldslíf evrópskra listamanna, einkum þjóðskálda, í menningarlegu minni og pólitísku lífi innan einstakra ríkja. Í flestum tilvikum er lögð áhersla á helgifestu menningarlegra þjóðardýrlinga á 19. og 20. öld en þarna má einnig finna umfjöllun um ítalska miðaldahöfunda á borð við Dante og yfirstandandi tilraunir Spánverja til að gera katalónska arkitektinn Gaudi að opinberum dýrlingi kaþólsku kirkjunnar. Greinasafnið er óbeint framhald af bók þeirra Jóns Karls og Marijans, National Poets, Cultural Saints, frá árinu 2017. Báðar bækurnar eru hluti af ritröðinni National Cultivation of Culture (12. og 18. bindi ) sem hollenski bókmenntafræðingurinn Joep Leerssen ritstýrir en hann er meðal þeirra sem eiga grein í Great Immortality. Meðal annarra höfundar er Simon Halink sem fjallar um þjóðardýrlinginn Snorra Sturluson. Formála bókarinnar skrifa Marko Juvan og Sveinn Yngvi Egilsson en þeir lögðu með ritstjórunum grunninn að þeim rannsóknum sem þessar tvær bækur eru ávöxtur af.
Umfjöllun
- Hites, Sándór. Ritdómur um Great Immortality. Recherche littéraire / Literary Research 36 (haust 2020): 219-25.
- Varga, Zuzsanna . Ritdómur um Great Immortality. CompLit. Journal of European Literature, Arts and Society 1/3 (2022): 242-43.