Lýður Björnsson og Sigrún Sigurðardóttir. Vor unga stétt. Verzlunarskóli Íslands í 100 ár. Ritstjóri: Jón Karl Helgason Reykjavík: Verzlunarskóli Íslands, 2005.
Vor unga stétt er ekki aðeins skólasaga heldur einnig aldarspegill þar sem saga skólans er rakin á fræðilegan en aðgengilegan hátt og í nánu samhengi við það samfélag og hugmyndir sem mótuðu líf ungs fólks á einhverju mesta umbyltingarskeiði Íslandssögunnar. Höfundarnir tveir nálgast viðfangsefnið úr sinni áttinni hvor svo að úr verður nýstárlegt sagnfræðiverk þar sem saga skólans fléttast saman við sögu landsins og þá einkum sögu ungs fólks á Íslandi á 20. öld. Auk þess fá raddir fjölda einstaklinga sem komið hafa við sögu skólans, nemenda, kennara og stjórnarmanna, að hljóma. Í bókinni eru rúmlega 500 myndir sem varpa nýju ljósi á sögu skólans. Katrín Elvarsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir eru myndaritstjórar bókarinnar.