„Stóri ódauðleikinn: Menningarminni, ósýnileg trúarbrögð og skurðgoð þjóðríkisins“ er titill á fyrirlestri sem ég flyt á málstofunni Menningararfur á Íslandi í Þjóðarspegli 2012 föstudaginn 26. október í Odda 101. Málstofan hefst kl. 11.00 og stendur til 12.45 en meðal annarra þátttakenda eru Guðmundur Hálfdanarson, Bryndís Björgvinsdóttir, Ólafur Rastrick, Áki Guðni Karlsson, Karl Aspelund, Kristinn Schram og Katla Kjartansdóttir. Í mínum fyrirlestri hyggst ég meðal annars viðra hugmyndir Jans og Aleidu Assmann og Thomasar Luckmann og tengja margháttuðum minningarmörkum um veraldlega og trúarlega þjóðardýrlinga. Rétt er að geta þess að hver fyrirlestur byggir á 21 glæru og tekur 7 mínútur í flutningi en formið kallast Pecha Kucha og nýtur vaxandi vinsælda úti í hinum stóra fræðaheimi. PS. Nú er hægt að nálgast hér upptöku frá þessari málstofu.