„Valhalla I am coming!: Modern Mythifications of the Vikings“ er titill á fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnu sem Myth Study Group stendur fyrir í Háskóla Íslands fimmtudaginn 2. október. Þar hyggst ég ræða um svonefnt vikinga metal rokk sem sækir sér að nokkru leyti innblástur í norræna goðafræði. Sjónum verður einkum beint að textagerð valinna víkinga-metal-hljómsveita. Það lítur út fyrir að rætur hennar liggi hjá bresku rokksveitinni Led Zeppelin og tengist lagin „Immigrant Song“ sem varð til í framhaldi af Íslandsheimsókn hennar fyrir hálfum fimmta áratug. Málstofan sem ég tek þátt í verður í stofu 220 í aðalbyggingu HÍ og hefst kl. 14.00.